Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason segir fréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason segir fréttir í kvöld. visir

Í kvöldfréttum förum við að eldgosinu á Reykjanesi þar sem fólki stafar töluverð hætta á reykeitrun vegna mikilla gróðurelda frá glóandi hrauninu. Fjölmargir hafa þó lagt leið sína að eldstöðvunum í ágætu gönguveðri í dag. - Við skoðum einnig gönguleiðina sem er býsna löng og heyrum í fólki á leiðinni.

Úkraína færist nær aðild að Atlantshafsbandalaginu í dag þegar leiðtogar NATO samþykktu þriggja þátta áætlun fyrir Úkraínu og styttu aðildarferlið. Sjö helstu iðnríki heims heita Úkraínu einnig allri aðstoð sem landið þarf á að halda uns sigur vinnst á Rússum eftir ólöglega innrás þeirra.

Við sýnum myndir af glæfralegum akstri bílstjóra flutningabíls sem í dag var síðan sagt upp störfum hjá Samskipum.

Og við kíkjum við á Álftaneskaffi, eina veitinga- og kaffihúsinu þar, sem leggur upp laupana á morgun eftir átta ára rekstur.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×