Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Eiður Þór Árnason skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30. Stöð 2

Ítarlega verður fjallað um eldgos sem hófst við Litla Hrút á Reykjanesi skömmu fyrir klukkan 17 í fréttum kvöldsins. Kristján Már Unnarsson fréttamaður verður í beinni frá gosstöðvunum með nýjustu upplýsingar frá vísindamönnum sem keppast nú við að afla gagna um nýja gosið.

Bænastund verður í Egilstaðakirkju annað kvöld til minningar um þremenningana sem fórust í flugslysi við Sauðahnjúka á Austurlandi í gær. Rannsakandi segir undirbúning nú standa yfir um hvernig flugvélin verði færð af svæðinu yfir í rannsóknarskýli rannsóknarnefndar samgönguslysa. 

Hreiðar Hermannsson, eigandi Orustustaða í Skaftárhreppi, segir að framkvæmdir við tíu milljarða króna hótel á jörðinni fari núna fullt en hann hafði betur í dómsmáli um vegtengingu fyrir helgi. Hann vonast til að hótelið verði opnað eftir átján til tuttugu mánuði.

Á Listasafninu á Akureyri er um þessar mundir sýnt eitt besta verk 21. aldar. Verkið er eftir Ragnar Kjartansson og segist safnstjórinn aðsóknina hafa sprungið í kjölfar þess að sýningar á verkinu hófust.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18.30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×