Lífið

Mar­got Robbie sektaði þá sem ekki mættu í bleiku

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Margot Robbie og Ryan Gosling á heimsfrumsýningu Barbie myndarinnar í vikunni. Mikil eftirvænting ríkir eftir myndinni.
Margot Robbie og Ryan Gosling á heimsfrumsýningu Barbie myndarinnar í vikunni. Mikil eftirvænting ríkir eftir myndinni. AP Photo/Chris Pizzello

Mar­got Robbie, ástralska Hollywood leik­konan sem fer með hlut­verk í Bar­bie myndinni, skyldaði alla á setti myndarinnar til þess að mæta í bleiku einu sinni í viku. Þeir sem ekki gegndu voru sektaðir.

Ryan Gosling, með­leikari hennar í myndinni, segir frá í við­tali við Peop­le tíma­ritið. Bar­bie myndarinnar í leik­stjórn Gretu Gerwig hefur verið beðið með mikilli eftir­væntingu og verður loksins frum­sýnd í næstu viku. Þar fer Mar­got Robbie með hlut­verk Bar­bie og Ryan Gosling með hlut­verk Ken.

„Mar­got var með bleikan dag einu sinni í viku þar sem allir voru skyldaðir til þess að mæta í bleiku. Ef þú gerðir það ekki, þá varstu sektaður,“ hefur tíma­ritið eftir leikaranum.

Hann segir áströlsku leik­konuna, sem sleit barns­skónum sem leik­kona í sápu­óperu­þáttunum um Ná­granna, hafa gengið á milli, sektað fólk og svo gefið upp­hæðina til góð­gerðar­mála.

„Það sem var ein­stakt er hvað karl­mennirnir á setti voru spenntir yfir þessu. Þegar við kláruðum tökur hittust allir gaurarnir og út­bjuggu bleika boli með regn­boga á,“ segir leikarinn sem segir bleiku fötin hafa verið tæki­færi fyrir hópinn til þess að votta leik­stjóranum Gretu Gerwig og Mar­got Robbie virðingu sína.

Hjálpaði Gosling að beisla „Ken-orkuna“

Þá hefur Ryan Gosling áður lýst því hvernig Mar­got Robbie hafi lagt mikið á sig til þess að að­stoða Gosling við að beisla „Ken-orkuna“ eins og hann lýsir því.

Þannig hafi leik­konan gefið honum bleikan pakka með bleikri slaufu, frá Bar­bie til Ken, á hverjum einasta degi á meðan tökur stóðu yfir. Gosling segir gjafirnar allar hafa tengst ströndinni á einn eða annan hátt.

Stundum hafi þar verið á ferðinni skart­gripir í laginu eins og skeljar eða brimbretta­skilti. „Af því að starf Ken felst bara í ströndinni. Ég hef aldrei skilið ná­kvæm­lega í hverju það felst. En mér fannst eins og hún væri að að­stoða Ken við að skilja þetta í gegnum þessar gjafir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×