Lífið

Stjörnulífið: Grískir elskendur, kvöldsólin og Kótelettan

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Mari Järsk, Birna Rún og Siggi Gunnars nutu sólarinnar.
Mari Järsk, Birna Rún og Siggi Gunnars nutu sólarinnar.

Íslenska sólin skein skært í síðastliðinni viku og var fólk svo sannarlega duglegt að njóta hennar og deila einstökum augnablikum á Instagram.

Tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram á Selfossi um helgina þar sem gestir dönsuðu inn í rauða nóttina við fjölbreytt tónlistaratriði, allt frá Séra Bjössa yfir í hljómsveitina Nýdönsk. 

Íslendingar halda áfram að vera duglegir að ferðast og virðist Grikkland vera vinsæll áfangastaður um þessar mundir. Ástin heldur svo að sjálfsögðu áfram að blómstra þar sem fjölmörg brúðkaup fóru fram um helgina og íslenskar stjörnur klæddust sínu fínasta pússi og fóru ófeimnar við að deila skvísumyndum. 

Í íslenskri hönnun á íslenskri tónlistarhátíð

Tónlistarkonan GDRN kom fram á Kótelettunni á föstudagskvöldið og klæddist sérsaumuðu dressi frá ungum og upprennandi fatahönnuði sem heitir Karen Thuy. 

Hattaskvísur í sveitinni

Tónlistarkonan og stjarnan Birgitta Haukdal fagnaði vinkonu sinni og dansaranum Yesmine Olsson um helgina í sveitasælu. 

Ævintýrafjölskylda

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson fór í ævintýraleit og útilegu með fjölskyldu sinni ásamt því að koma fram á tónlistarhátíðinni Kótelettunni. 

„All-in“ í þema á Þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna

Tónlistarhjónin Salka Sól og Arnar jafnan kenndur við rappsveitina Úlf Úlf héldu fjórða júlí, Þjóðhátíðardag Bandaríkjamanna, hátíðlegan. Þau klæddu sig skemmtilega í stíl og virðast hafa tekið bandaríska þemanu alvarlega. 

Foreldrafrí á Ítalíu

Trendnet bloggarinn Arna Petra og sambýlismaður hennar Tómas fóru í almennilegt foreldrafrí sem Arna Petra lýsir sem fullkominni ferð í alla staði. „Nema kannski á leiðinni heim í flugvélinni þegar Tómas fattaði að hann vissi ekki hvar bíllyklarnir væru,“ skrifar Arna Petra á Instagram síðu sinni.  

Fjöllistakona

Fjölhæfa listakonan Gugusar var að klára stúdentspróf frá Myndlistarskóla Reykjavíkur og birti mynd af glæsilegu útskriftarverkefni sínu. 

Grískir elskendur

Grínistinn og skemmtikrafturinn Eva Ruza naut lífsins með sínum heittelskaða Sigurði í Grikklandi. 

Fjölskyldufrí á Krít

Grínistinn og fjölmiðlamaðurinn Steindi Jr. skellti sér í grísku sólina á Krít með fjölskyldunni sinni. Hann birti þessa skemmtilegu mynd af þeim saman í sjónum. 

Rabbabarahátíð í Hrísey

Útvarpsmaðurinn Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars, skemmti sér á Rabbabarahátíð í Hrísey í góðra vina hópi um helgina. 

Goslokahátíð í Vestmannaeyjum

Milla Ósk Magnúsdóttir aðstoðarmaður Heilbrigðisráðherra og Einar Þorsteinsson, formanns borgarráðs og oddvita Framsóknar í borginni, skemmtu sér á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum um helgina.

Brúðkaupsgleði í Sjálandi

Hjónin Birna Rún Eiríksdóttir, grínisti og leikkona og Ebenezer Þórarinn Einarsson, sérfræðingur í markaðssetningu hjá Digido fögnuðu ástinni í sólinni um helgina.

Íslensk sól og sumar

Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður, sólaði sig í garðinum hjá ér í silfurlituðum sundfötum með Gucci sólgleraugu um helgina.

„Er eitthvað betra en íslenskt sumar og sólbað?,“ skrifar Andrea við myndafærsluna.

Ís í lopapeysu

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fékk sér ís í sólinni um helgina, klæddur lopapeysu.

Afmælisgleði

Tónlistarkonan og plötusnúðurinn Ragga Hólm birti einlæga færslu í tilefni af afmæli kærustunnar, Elmu Valgerðar Sveinbjörnsdóttur. Í tilefni dagsins fóru þær í þyrluflug í veðurbliðunni.

Fimmtíu kílómetra hlaup

Ofurhlaupakonan Mari Jaersk hljóp 50 kílómetra í Dyrfjallahlaupinu um helgina. Hún virðist ánægð með afraksturinn og birt mynd af sér í Jökulsárlóni eftir átökin.


Tengdar fréttir

Kjóla­tískan í brúð­kaupum sumarsins

Brúðkaupstímabilið stendur sem hæst um þessar mundir. Fjöldi fallegra mynda af brúðhjónum og gestum hafa verið áberandi liðnar vikur á samfélagsmiðlum. Kjólaval fyrir veisluhöldin getur reynst vandasamt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×