Innlent

Nafn mannsins sem lést í bif­hjóla­slysi við Laugar­vatn

Eiður Þór Árnason skrifar
Karlmaður lést í alvarlegu vinnuslysi á föstudag.
Karlmaður lést í alvarlegu vinnuslysi á föstudag.

Karlmaður sem lést í alvarlegu umferðarslysi við Laugarvatn á föstudag hét Jón Jónsson. Greint var frá því að ökumaður bifhjóls hafi lent utan vegar á Laugarvatnsvegi og hann verið úrskurðaður látinn á vettvangi.

Gulla Ólafs­dótt­ir, eiginkona Jóns, greinir frá nafninu í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún minnist hans. 

„Við fjölskyldan sitjum hér saman í sárum og skiljum ekki hversu ósanngjarnt lífið getur verið. Hann Jónbi var hvort í senn hvers manns hugljúfi og hrókur alls fagnaðar. Hans er sárt og innilega saknað.“ 

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins en tildrög þess eru í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurlandi.


Tengdar fréttir

Bana­slys á Laugar­vatns­vegi

Fyrr í kvöld tilkynnti lögreglan á Suðurlandi að alvarlegt umferðarslys hafi átt sér stað á Laugarvatni. Nú hefur lögreglan greint frá því að um banaslys hafi verið að ræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×