Brot bankans mögulega rakin til brotalama hjá Bankasýslunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2023 12:10 Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðandi segir að ef Bankasýsla ríkisins hefði lagt betri grunn að söluferlinu á Íslandsbanka hefði mátt komast hjá fjölda brota sem sátt Fjármálaeftirlitsins við bankann tekur til. Ekki megi gleyma að Bankasýslan hafi verið framkvæmdaraðili sölunnar og beri því víðtæka ábyrgð. Ríkisendurskoðandi fjallaði um vankanta á framkvæmd Bankasýslunnar á sölunni í skýrslu sem kom út í nóvember síðastliðnum. Í kjölfar sáttar Fjármálaeftirlits Seðlabankans við Íslandsbanka sem kom út í síðasta mánuði hafa forsvarsmenn bankasýslunnar sagt sáttina sýna að engir vankantar hafi verið á framkvæmd sölunnar hjá stofnuninni, og að útboðið hafi verið einkar farsælt. Ríkisendurskoðandi segir ákveðins misskilnings gæta í málinu. „Bankasýslan er framkvæmdaraðili sölunnar. Það hefur svolítið misfarist í umræðunni síðustu daga að framkvæmdaraðili sölunnar sé Íslandsbanki, en það bara er ekki rétt,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi í samtali við fréttastofu. Guðmundur segir að Bankasýslan falli ekki undir eftirlit fjármálaeftirlitsins. Því verði engar ályktanir dregnar af sáttinni um stjórnsýslu bankasýslunnar. „Skýrsla ríkisendurskoðunar hefur legið fyrir síðan í nóvember í fyrra. Þar eru fjölmargar athugasemdir og ábendingar gerðar, einmitt vegna framkvæmdar Bankasýslu ríkisins á söluferlinu.“ Bankasýslan hafi til að mynda ekki gefið nægilega skýr fyrirmæli um framkvæmd sölunnar. „Sú háttsemi sem að sátt Seðlabankans fjallar um tengist því. Þess vegna ber að skoða þessar athugasemdir og ábendingar sem við setjum fram í svolítið nýju og alverlegu ljósi, af því að það er kannski fyrst núna með þessari sátt Seðlabankans sem hægt er að draga upp heildræna mynd af þessu söluferli.“ Bankasýslan hafi skapað rammann utan um söluna og gert samninga við þá sem komu að sölunni í hennar umboði. „Í skýrslu okkar er fjallað um það að þessa hluti hefði þurft að gera betur. Með því hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir að minnsta kosti mörg þeirra brota sem við nú sitjum uppi með,“ sagði Guðmundur Björgvin. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Íslandsbanki Stjórnsýsla Tengdar fréttir Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. 28. júní 2023 15:58 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Ríkisendurskoðandi fjallaði um vankanta á framkvæmd Bankasýslunnar á sölunni í skýrslu sem kom út í nóvember síðastliðnum. Í kjölfar sáttar Fjármálaeftirlits Seðlabankans við Íslandsbanka sem kom út í síðasta mánuði hafa forsvarsmenn bankasýslunnar sagt sáttina sýna að engir vankantar hafi verið á framkvæmd sölunnar hjá stofnuninni, og að útboðið hafi verið einkar farsælt. Ríkisendurskoðandi segir ákveðins misskilnings gæta í málinu. „Bankasýslan er framkvæmdaraðili sölunnar. Það hefur svolítið misfarist í umræðunni síðustu daga að framkvæmdaraðili sölunnar sé Íslandsbanki, en það bara er ekki rétt,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi í samtali við fréttastofu. Guðmundur segir að Bankasýslan falli ekki undir eftirlit fjármálaeftirlitsins. Því verði engar ályktanir dregnar af sáttinni um stjórnsýslu bankasýslunnar. „Skýrsla ríkisendurskoðunar hefur legið fyrir síðan í nóvember í fyrra. Þar eru fjölmargar athugasemdir og ábendingar gerðar, einmitt vegna framkvæmdar Bankasýslu ríkisins á söluferlinu.“ Bankasýslan hafi til að mynda ekki gefið nægilega skýr fyrirmæli um framkvæmd sölunnar. „Sú háttsemi sem að sátt Seðlabankans fjallar um tengist því. Þess vegna ber að skoða þessar athugasemdir og ábendingar sem við setjum fram í svolítið nýju og alverlegu ljósi, af því að það er kannski fyrst núna með þessari sátt Seðlabankans sem hægt er að draga upp heildræna mynd af þessu söluferli.“ Bankasýslan hafi skapað rammann utan um söluna og gert samninga við þá sem komu að sölunni í hennar umboði. „Í skýrslu okkar er fjallað um það að þessa hluti hefði þurft að gera betur. Með því hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir að minnsta kosti mörg þeirra brota sem við nú sitjum uppi með,“ sagði Guðmundur Björgvin.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Íslandsbanki Stjórnsýsla Tengdar fréttir Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. 28. júní 2023 15:58 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. 28. júní 2023 15:58
Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00