Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinagerðarinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir málið með Þorsteini Sæmundssyni, fyrrverandi þingmanni Miðflokksins, sem fjallaði mikið um málið á tíma sínum á Alþingi.

Þá kíkjum við vestur á Ísafjörð þar sem stofnandi Kerecis tilkynnti í dag um 180 milljarða sölu þess til alþjóðlega læknavörufyrirtækisins Coloplast í dag. Fyrrverandi forseti Íslands segir fyrirtækið hafa unni gullverðlaunin á Ólympíuleikum efnahagslífs heimsins með sölunni.

Við förum yfir stöðuna á Reykjanesskaga í beinni en þar virðist eldgos vera við það að bresta á og við heyrum í erlendum ferðamönnum, sem voru mismeðvitaðir um jarðhræringar í bakgarðinum.

Matvælaráðherra hafnar þá allri gagnrýni formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi vegna hvalveiðifrestunar og segir hana ekki rétt. Ekki standi til að afturkalla ákvörðun um að fresta hvalveiðum í sumar. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×