Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Í kvöldfréttum rýnum við í greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um sölu Lindarhvols á eignum sem ríkið leysti til sín frá bönkunum eftir efnahagshrunið. Miklar deilur hafa staðið um hvort birta ætti greinargerðina en í dag ákvað þingflokksformaður Pírata að rjúfa þögnina og birta hana.

Við förum ítarlega yfir stöðuna á Reykjanesi þar sem jarðfræðingar telja töluverðar líkur á eldgosi eftir kröftuga jarðskjálftahrinu að undanförnu. Við veltum meðal annars upp möguleikum á að hraun renni til norðurs og ógni þar með bæði Reykjanesbrautinni og Vogabyggð.

Svíar komust nær því í dag að fá aðild að NATO eftir fund háttsettra embættismanna þeirra með fulltrúum Tyrkja fyrir milligöngu aðalritara NATO í Brussel í dag. Hann vill að aðild Svía verði staðfest á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í næstu viku.

Og við húrrum niður Kambana í nýrri sviflínu sem vígð var þar í dag og sýnum einstakar myndir frá salibununni.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×