Býst við skjálftum hátt í 6,3 að stærð Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 5. júlí 2023 13:43 Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni. vísir Sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum býst við jarðskjálftum hátt í sex að stærð á næstu sólarhringum á Reykjanesskaga. Virknin á svæðinu er mjög sambærileg þeirri sem var í aðdraganda eldgossins á síðasta ári í Meradölum. „Það er nánast örugglega kvikuinnskot í gangi við Fagradalsfjall, á svipuðum slóðum og tvö síðustu gos. Þetta innskot er í gangi núna, byrjaði með djúpum skjálftum í gær sem hafa grynnkað upp í tvo til þrjá kílómetra. Einhver kvika er að nálgast yfirborðið,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofunni í samtali við fréttastofu. Hann segir kvikuna greinilega á leiðinni upp en óvíst hvort hún nái upp á yfirborð. „Við teljum samt sem áður talsverðar líkur á að það gerist og það verði eldgos,“ segir Benedikt enn fremur. Mesta hættan núna að hans sögn tengist jarðskjálftum og grjóthruni. Sérfræðingar hjá Veðurstofunni búast við skjálftum hátt í sex að stærð. „Í Brennisteinsfjöllum gætum við átt von á stórum skjálftum, sex, kannski 6,2, 6,3. Við gerum ráð fyrir að það geti gerst,“ segir Benedikt. Kæmi slíkur skjálfti til með að finnast mest á höfuðborgarsvæði og ætti fólk því að gera ráðstafanir. Enn er ekki búið að meta magn kvikunnar og aðlögun hennar. Benedikt segir fyrstu merki gefa til kynna að um lítið magn sé að ræða en betur megi meta það á næstu tveimur dögum. Varðandi staðsetningu goss segir Benedikt: „Það er lang líklegast að sprunga opnist milli Fagradalsfjalls og Keilis, kannski norðan við fyrri eldstöðvar. Það er ekki hægt að fullyrða um það en þetta er það sem við horfum á núna.“ Engin mannvirki eru í hættu, fyrst um sinn. Benedikt segir virknina núna mjög sambærilega þeirri sem var í aðdraganda goss í Meradölum í fyrra. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
„Það er nánast örugglega kvikuinnskot í gangi við Fagradalsfjall, á svipuðum slóðum og tvö síðustu gos. Þetta innskot er í gangi núna, byrjaði með djúpum skjálftum í gær sem hafa grynnkað upp í tvo til þrjá kílómetra. Einhver kvika er að nálgast yfirborðið,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofunni í samtali við fréttastofu. Hann segir kvikuna greinilega á leiðinni upp en óvíst hvort hún nái upp á yfirborð. „Við teljum samt sem áður talsverðar líkur á að það gerist og það verði eldgos,“ segir Benedikt enn fremur. Mesta hættan núna að hans sögn tengist jarðskjálftum og grjóthruni. Sérfræðingar hjá Veðurstofunni búast við skjálftum hátt í sex að stærð. „Í Brennisteinsfjöllum gætum við átt von á stórum skjálftum, sex, kannski 6,2, 6,3. Við gerum ráð fyrir að það geti gerst,“ segir Benedikt. Kæmi slíkur skjálfti til með að finnast mest á höfuðborgarsvæði og ætti fólk því að gera ráðstafanir. Enn er ekki búið að meta magn kvikunnar og aðlögun hennar. Benedikt segir fyrstu merki gefa til kynna að um lítið magn sé að ræða en betur megi meta það á næstu tveimur dögum. Varðandi staðsetningu goss segir Benedikt: „Það er lang líklegast að sprunga opnist milli Fagradalsfjalls og Keilis, kannski norðan við fyrri eldstöðvar. Það er ekki hægt að fullyrða um það en þetta er það sem við horfum á núna.“ Engin mannvirki eru í hættu, fyrst um sinn. Benedikt segir virknina núna mjög sambærilega þeirri sem var í aðdraganda goss í Meradölum í fyrra.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira