Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. júlí 2023 13:02 Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir matvælaráðherra hafa veikt stjórnarsamstarfið með ákvörðun hennar um að fresta hvalveiðum í sumar. Vísir/Vilhelm Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið Í grein í Morgunblaðinu í dag segir Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hafa veikt ríkisstjórnarsamstarfið með ákvörðun hennar um að fresta hvalveiðum. Hún hefði þannig grafið undan möguleikum stjórnarinnar til að leysa erfið verkefni á komandi mánuðum. „Þetta er stjórn þriggja mjög ólíkra flokka. Það hefur reynt á þolrif okkar allra. Okkar í Sjálfstæðisflokknum, þingmanna Framsóknarflokksins og líka Vinstri grænna og ef menn ætla að halda stjórnarsamstarfi áfram. Það verður að byggjast á trausti og gagnkvæmum trúnaði, þá ganga menn ekki fram með þeim hætti sem ráðherrann hefur gert,“ segir Óli Björn. Ákvörðun Svandísar gangi gegn vilja meirihluta ríkisstjórnarinnar og beri þess merki að lítill skilningur væri á mikilvægi þess að taka tillit til sjónarmiða samstarfsflokkanna. Málið snerist ekki um hvort fólk væri hlynnt eða andvígt hvalveiðum, heldur stjórnarskrárbundin rétt manna til atvinnufrelsis auk hófsemdar og meðalhófs í stjórnsýslu. Óli Björn segir framgöngu Svandísar vatn á myllu þeirra sem hafi efast um áframhaldandi samstarf við flokk sem væri lengst til vinstri. Þau sem berðust fyrir atvinnufrelsi, sjálfbærri nýtingu auðlinda og meðalhófs í stjórnsýslu og sanngirni væri gætt, ættu litla samleið með ráðherra. Hún þyrfti að endurnýja traust með því að draga ákvörðun sína til baka. „Sem ég held fram að sé illa ígrunduð, hún ekki rökstudd og hún er ósanngjörn að þá er ráðherrann maður að meiri og getur endurheimt það traust sem þarf að ríkja milli viðkomandi ráðherra, í raun allra ráðherra, og þeirra stjórnarþingmanna sem standa að baki þeirri ríkisstjórn,“ segir Óli Björn. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 „Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23. júní 2023 14:30 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 „Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið“ Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þess efnis að banna hvalveiðar tímabundið leggst afar illa í þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins svo vægt sé til orða tekið. 27. júní 2023 12:15 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Í grein í Morgunblaðinu í dag segir Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hafa veikt ríkisstjórnarsamstarfið með ákvörðun hennar um að fresta hvalveiðum. Hún hefði þannig grafið undan möguleikum stjórnarinnar til að leysa erfið verkefni á komandi mánuðum. „Þetta er stjórn þriggja mjög ólíkra flokka. Það hefur reynt á þolrif okkar allra. Okkar í Sjálfstæðisflokknum, þingmanna Framsóknarflokksins og líka Vinstri grænna og ef menn ætla að halda stjórnarsamstarfi áfram. Það verður að byggjast á trausti og gagnkvæmum trúnaði, þá ganga menn ekki fram með þeim hætti sem ráðherrann hefur gert,“ segir Óli Björn. Ákvörðun Svandísar gangi gegn vilja meirihluta ríkisstjórnarinnar og beri þess merki að lítill skilningur væri á mikilvægi þess að taka tillit til sjónarmiða samstarfsflokkanna. Málið snerist ekki um hvort fólk væri hlynnt eða andvígt hvalveiðum, heldur stjórnarskrárbundin rétt manna til atvinnufrelsis auk hófsemdar og meðalhófs í stjórnsýslu. Óli Björn segir framgöngu Svandísar vatn á myllu þeirra sem hafi efast um áframhaldandi samstarf við flokk sem væri lengst til vinstri. Þau sem berðust fyrir atvinnufrelsi, sjálfbærri nýtingu auðlinda og meðalhófs í stjórnsýslu og sanngirni væri gætt, ættu litla samleið með ráðherra. Hún þyrfti að endurnýja traust með því að draga ákvörðun sína til baka. „Sem ég held fram að sé illa ígrunduð, hún ekki rökstudd og hún er ósanngjörn að þá er ráðherrann maður að meiri og getur endurheimt það traust sem þarf að ríkja milli viðkomandi ráðherra, í raun allra ráðherra, og þeirra stjórnarþingmanna sem standa að baki þeirri ríkisstjórn,“ segir Óli Björn.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 „Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23. júní 2023 14:30 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 „Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið“ Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þess efnis að banna hvalveiðar tímabundið leggst afar illa í þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins svo vægt sé til orða tekið. 27. júní 2023 12:15 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32
„Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23. júní 2023 14:30
Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41
„Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið“ Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þess efnis að banna hvalveiðar tímabundið leggst afar illa í þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins svo vægt sé til orða tekið. 27. júní 2023 12:15