Innlent

Ó­vissu­stigi lýst yfir vegna skjálftanna

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftar hafa verið tíðir í morgun.
Skjálftar hafa verið tíðir í morgun. Vísir/Egill

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst að kvöldi til 4. júlí og er enn í gangi.

Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að íbúar á suðvesturhluta landsins séu hvattir til þess að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geti fallið við jarðskjálfta og huga sérstaklega að því að ekki geti fallið lausamunir á fólk í svefni. 

Linnulausir skjálftar hafa verið á suðvesturhorni landsins í nótt og í morgun. Stærsti skjálftinn varð klukkan 8:21 , en sá skjálfti mældit 4,8.

„Veðurstofa Íslands hefur einnig vakið athygli á því að grjóthrun og skriður geti farið af stað í brattlendi og því er gott að sýna aðgát við brattar hlíðar.

Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi Almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila. Á óvissustigi fara viðbragðsaðilar og stofnanir yfir áætlanir sínar og viðbúnað.

Nánar er hægt að kynna sér varnir og viðbúnað hér á heimasíðu Almannavarma.

Einnig er mikilvægt að kynna sér viðbrögð við jarðskjálfta á heimasíðu Almannavarna.


Tengdar fréttir

Vaktin: Fylgjast með dýpt skjálftanna

Fundur Almannavarna og vísindamanna Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands um skjálftahrinunar sem nú stendur yfir hófst klukkan níu. Alls hafa 1.600 skjálftar mælst frá því í gær, þar af fjórir yfir fjórum að stærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×