Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Háværar kröfur eru um að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til málsins og búið er að boða til hluthafafundar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við landsmenn, sem segja málið vera hneyksli. 

Þá kíkjum við á hverfistombólu sem fór fram í fyrsta sinn í Hlíðunum í dag. Skipuleggjandinn vonast til að garðsölurnar verði árlegur viðburður í hverfinu.

Og við kíkjum norður í Grímsey, þangað sem ferðamenn flykkjast til að skoða lundann, fuglalífið og heimskautsbauginn. Gistihúsaeigandi segist hafa fulla trú á að hægt sé að laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×