Krýndur rauðhærðasti Íslendingurinn í annað sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 22:21 Pálmar Vígmundsson var krýndur rauðhærðasti Íslendingurinn á Írsku dögum á Akranesi í ár. Hann vann titilinn fyrst fyrir þrettán árum síðan. Samsett/Facebook/Bylgjan Pálmar Vígmundsson var krýndur rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2023. Þetta er í annað sinn sem hann hlýtur titilinn, þrettán árum eftir fyrra skiptið. Pálmar ákvað að skrá sig í keppnina sem fram fór á Írskum dögum á Akranesi í dag og endaði á því að vinna. Hann fór því heim með titilinn, viðurkenningarskjal og gjafabréf frá Icelandair. „Ég hef tekið þátt áður 2010 og þá vann ég einmitt líka, ótrúlegt en satt,“ sagði hann aðspurður út í það hvort hann hefði tekið þátt áður. Tæknilega séð unnið þrisvar Pálmar tók einnig þátt árið 2011, ári eftir fyrsta sigurinn. Þá var hann krýndur sigurvegari en var sviptur titlinum á sviðinu þegar kom í ljós að hann hafði unnið árið áður. „Þetta var bara svo kjánalegt hjá þeim, tæknilega séð vann ég 2011 en þau breyttu þessu á sviðinu þótt það væri búið að krýna mig sem þann rauðhærðasta,“ sagði Pálmar sem vildi þó helst ekki blanda þeirri keppni inn í fréttir af sigrinum í ár. „Maður á bara að hafa gaman að þessu og þetta var alveg gaman líka gaman þá en hallærislegt að gera þetta á sviðinu þegar fólk var búið að heyra nafnið mitt,“ sagði hann. Sallarólegur þrátt fyrir harða keppni Pálmar segir dómnefndin í ár hafa verið snögg að ákveða sigurvegarann þrátt fyrir mikinn fjölda þátttakenda. Hann hafi alls ekki verið viss um sigur en aðalmálið væri líka að hafa gaman. Hvernig fer þetta fram? „Við förum öll, sem erum að keppa, á ákveðnum tíma í herbergi og dómnefndin horfir á okkur öll og tekur mynd,“ segir Pálmar. Dómnefndin tilkynni síðan hver vinni og það er sigurvegarinn er krýndur á sviðinu fyrir framan áhorfendur. „Þær voru mjög fljótar að ákveða sig. Við vorum eitthvað um 27 manns. Það voru ekki allir sem mættu en mig minnir að það hafi verið 27 sem skráðu sig,“ segir Pálmar. Aðspurður út í kynjahlutföll keppenda sagði Pálmar að það hefði verið meira af stelpum en það hefðu samt verið nokkrir strákar. Varstu sigurviss? „Ég var bara sallarólegur, mér fannst tveir til þrír strákar alveg koma til greina. En maður á bara að hafa gaman að þessu,“ sagði Pálmar um samkeppnina. Ekki lengur bikar fyrir sigurvegarann Aðspurður út í verðlaunin sagðist hann hafa fengið viðurkenningarskjal sem hægt væri að ramma inn og gjafabréf með Icelandair, inneignarnóta sem gildi í fimm ár. Það væri aðeins breytt frá því fyrir þrettán árum síðan. „Síðast var það þrjátíu þúsund króna gjafabréf frá Iceland Express og bikar,“ sagði hann. Aðspurður hvernig Írskir dagar hefðu verið sagðist hann hafa skemmt sér vel, hins vegar hefði verið „sama leiðindaveðrið“ og venjulega, rigningarskúrir sem tóku sér hlé annað veifið en komu alltaf aftur. „Það er alltaf gaman að vera á Skaganum,“ sagði Pálmar að lokum sem reynir að kíkja á flestar bæjarhátíðir sem hann getur. Akranes Grín og gaman Tímamót Tengdar fréttir Piparúða spreyjað á gesti Írskra daga og fíkniefnahundar frá Suðurnesjum Óprúttinn aðili spreyjaði piparúða yfir gesti á dansgólfinu í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Yfirlögregluþjónn segir Írska daga hafa farið vel fram en lögreglan væri þó með aukið fíkniefnaeftirlit þar sem um fjölskylduhátíð væri að ræða. 1. júlí 2023 16:43 Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akranesi Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akranesi sem settir voru í tuttugasta og fjórða sinn á fimmtudaginn og nær hápunkti í kvöld. Formaður bæjarráðs segir hátíðarhöld hafa gengið vel, bærinn sé fullur af fólki og tjaldsvæðið fullt. 1. júlí 2023 12:26 Vigdís Birna er rauðhærðasti Íslendingurinn Hin þrettán ára gamla Vigdís Birna var valin rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2021. Keppnin fer fram á Írskum dögum á Akranesi ár hvert. 6. júlí 2021 11:02 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Pálmar ákvað að skrá sig í keppnina sem fram fór á Írskum dögum á Akranesi í dag og endaði á því að vinna. Hann fór því heim með titilinn, viðurkenningarskjal og gjafabréf frá Icelandair. „Ég hef tekið þátt áður 2010 og þá vann ég einmitt líka, ótrúlegt en satt,“ sagði hann aðspurður út í það hvort hann hefði tekið þátt áður. Tæknilega séð unnið þrisvar Pálmar tók einnig þátt árið 2011, ári eftir fyrsta sigurinn. Þá var hann krýndur sigurvegari en var sviptur titlinum á sviðinu þegar kom í ljós að hann hafði unnið árið áður. „Þetta var bara svo kjánalegt hjá þeim, tæknilega séð vann ég 2011 en þau breyttu þessu á sviðinu þótt það væri búið að krýna mig sem þann rauðhærðasta,“ sagði Pálmar sem vildi þó helst ekki blanda þeirri keppni inn í fréttir af sigrinum í ár. „Maður á bara að hafa gaman að þessu og þetta var alveg gaman líka gaman þá en hallærislegt að gera þetta á sviðinu þegar fólk var búið að heyra nafnið mitt,“ sagði hann. Sallarólegur þrátt fyrir harða keppni Pálmar segir dómnefndin í ár hafa verið snögg að ákveða sigurvegarann þrátt fyrir mikinn fjölda þátttakenda. Hann hafi alls ekki verið viss um sigur en aðalmálið væri líka að hafa gaman. Hvernig fer þetta fram? „Við förum öll, sem erum að keppa, á ákveðnum tíma í herbergi og dómnefndin horfir á okkur öll og tekur mynd,“ segir Pálmar. Dómnefndin tilkynni síðan hver vinni og það er sigurvegarinn er krýndur á sviðinu fyrir framan áhorfendur. „Þær voru mjög fljótar að ákveða sig. Við vorum eitthvað um 27 manns. Það voru ekki allir sem mættu en mig minnir að það hafi verið 27 sem skráðu sig,“ segir Pálmar. Aðspurður út í kynjahlutföll keppenda sagði Pálmar að það hefði verið meira af stelpum en það hefðu samt verið nokkrir strákar. Varstu sigurviss? „Ég var bara sallarólegur, mér fannst tveir til þrír strákar alveg koma til greina. En maður á bara að hafa gaman að þessu,“ sagði Pálmar um samkeppnina. Ekki lengur bikar fyrir sigurvegarann Aðspurður út í verðlaunin sagðist hann hafa fengið viðurkenningarskjal sem hægt væri að ramma inn og gjafabréf með Icelandair, inneignarnóta sem gildi í fimm ár. Það væri aðeins breytt frá því fyrir þrettán árum síðan. „Síðast var það þrjátíu þúsund króna gjafabréf frá Iceland Express og bikar,“ sagði hann. Aðspurður hvernig Írskir dagar hefðu verið sagðist hann hafa skemmt sér vel, hins vegar hefði verið „sama leiðindaveðrið“ og venjulega, rigningarskúrir sem tóku sér hlé annað veifið en komu alltaf aftur. „Það er alltaf gaman að vera á Skaganum,“ sagði Pálmar að lokum sem reynir að kíkja á flestar bæjarhátíðir sem hann getur.
Akranes Grín og gaman Tímamót Tengdar fréttir Piparúða spreyjað á gesti Írskra daga og fíkniefnahundar frá Suðurnesjum Óprúttinn aðili spreyjaði piparúða yfir gesti á dansgólfinu í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Yfirlögregluþjónn segir Írska daga hafa farið vel fram en lögreglan væri þó með aukið fíkniefnaeftirlit þar sem um fjölskylduhátíð væri að ræða. 1. júlí 2023 16:43 Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akranesi Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akranesi sem settir voru í tuttugasta og fjórða sinn á fimmtudaginn og nær hápunkti í kvöld. Formaður bæjarráðs segir hátíðarhöld hafa gengið vel, bærinn sé fullur af fólki og tjaldsvæðið fullt. 1. júlí 2023 12:26 Vigdís Birna er rauðhærðasti Íslendingurinn Hin þrettán ára gamla Vigdís Birna var valin rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2021. Keppnin fer fram á Írskum dögum á Akranesi ár hvert. 6. júlí 2021 11:02 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Piparúða spreyjað á gesti Írskra daga og fíkniefnahundar frá Suðurnesjum Óprúttinn aðili spreyjaði piparúða yfir gesti á dansgólfinu í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Yfirlögregluþjónn segir Írska daga hafa farið vel fram en lögreglan væri þó með aukið fíkniefnaeftirlit þar sem um fjölskylduhátíð væri að ræða. 1. júlí 2023 16:43
Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akranesi Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akranesi sem settir voru í tuttugasta og fjórða sinn á fimmtudaginn og nær hápunkti í kvöld. Formaður bæjarráðs segir hátíðarhöld hafa gengið vel, bærinn sé fullur af fólki og tjaldsvæðið fullt. 1. júlí 2023 12:26
Vigdís Birna er rauðhærðasti Íslendingurinn Hin þrettán ára gamla Vigdís Birna var valin rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2021. Keppnin fer fram á Írskum dögum á Akranesi ár hvert. 6. júlí 2021 11:02