Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður

Hreyfihömluð kona á fertugsaldri sem hefur verið atvinnulaus í tæpt ár segir atvinnurekendur ítrekað hafa hafnað henni um starf á grundvelli fötlunar hennar. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún segir málið skammarlegt og skrítið.

Þá verður farið yfir stöðu mála í Frakklandi þar sem mótmælt hefur verið á götum úti og óeirðir verið svo dögum skipti. Sautján ára gamall drengur, sem lögregla skaut til bana í úthverfi Parísar síðastliðinn þriðjudag, var borinn til grafar í dag og voru hundruð viðstödd útförina.

Farið verður yfir áform um uppbyggingu nýs miðbæjar á Egilstöðum og við kíkjum á Írska daga á Akranesi, sem ná hápunkti í kvöld. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×