Barði konu með eldhúsrúllustandi og bar fyrir sig neyðarvörn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júní 2023 13:58 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. visir Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gegn konu sem gisti á heimili hans eftir sambandsslit hennar. Sló maðurinn konuna nokkrum sinnum í bakið með eldhúsrúllustandi en ekki var fallist á málsvörn hans um neyðarvörn. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ágreiningur hafi orðið milli þeirra, að sögn mannsins vegna svarts húmors hans. Hélt hann því fram að konan hafi svívirt hann ítrekað og sagt að það ætti að reka hann úr landi og drepa hann. Hún hefði byrjað að henda hlutum í hann og síðan staðið upp, lamið hann og klórað í andlit hans. Hann hefði svarað þesus með því að ýta henni og lamið hana með eldhúsrúllustandi þrisvar eða fjórum sinnum í sjálfsvörn. Eftir það hafi hún loksins hætt. Sló til mannsins að fyrra bragði Konan hélt því fram að maðurinn hafi verið leiðinlegur við hana umrætt sinn og talað niður til hennar. Á endanum hafi henni verið nóg boðið og slegið til hans með flötum lófa að fyrra bragði. Hann hefði þá tekið upp eldhúsrúllustandinn, hún snúið bakinu að honum og hann lamið hana tíu til tólf sinnum í bakið með standinum. Kvaðst hún hafa viljað hringja á sjúkrabíl en hætt við af hræðslu við afskipti Barnaverndar. Hringdi hún því í vin sem kom og keyrði hana á bráðamóttöku. Kvaðst hún hafa tognað í hálsi og væri enn slæm í allri vinstri hliðnni. Árásin hafi haft mikil áhrif á líf hennar og skólagöngu. Hefði getað komið sér úr aðstæðunum Vitni, tengt manninum fjölskylduböndum, bar um að konan hafi fengið að gista hjá manninum þar sem hún hafi verið að ganga í gegnum erfið sambandsslit. Hún hafi verið undir áhrifum kannabisefna umrætt kvöld og kastað flösku að mannium og skeytt engu um beiðni hans um að hætta. Sannað var talið að maðurinn hafi ráðist að henni líkt og lýst er hér að framan. Hann bar hins vegar fyrir sig að verkið hafi veðir unnið í neyðarvörn. Ekki var fallist á þá málsvörn þar sem honum hafi ekki verið nauðsynlegt að vinna umrætt verk. Þvert á móti hafi hann getað komið sér úr aðstæðunum án þess að ráðast á konuna. Árás hans var auk þess talin mun hættulegri en sú sem hún sýndi honum í aðdraganda árásarinnar. Var maðurinn því dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ágreiningur hafi orðið milli þeirra, að sögn mannsins vegna svarts húmors hans. Hélt hann því fram að konan hafi svívirt hann ítrekað og sagt að það ætti að reka hann úr landi og drepa hann. Hún hefði byrjað að henda hlutum í hann og síðan staðið upp, lamið hann og klórað í andlit hans. Hann hefði svarað þesus með því að ýta henni og lamið hana með eldhúsrúllustandi þrisvar eða fjórum sinnum í sjálfsvörn. Eftir það hafi hún loksins hætt. Sló til mannsins að fyrra bragði Konan hélt því fram að maðurinn hafi verið leiðinlegur við hana umrætt sinn og talað niður til hennar. Á endanum hafi henni verið nóg boðið og slegið til hans með flötum lófa að fyrra bragði. Hann hefði þá tekið upp eldhúsrúllustandinn, hún snúið bakinu að honum og hann lamið hana tíu til tólf sinnum í bakið með standinum. Kvaðst hún hafa viljað hringja á sjúkrabíl en hætt við af hræðslu við afskipti Barnaverndar. Hringdi hún því í vin sem kom og keyrði hana á bráðamóttöku. Kvaðst hún hafa tognað í hálsi og væri enn slæm í allri vinstri hliðnni. Árásin hafi haft mikil áhrif á líf hennar og skólagöngu. Hefði getað komið sér úr aðstæðunum Vitni, tengt manninum fjölskylduböndum, bar um að konan hafi fengið að gista hjá manninum þar sem hún hafi verið að ganga í gegnum erfið sambandsslit. Hún hafi verið undir áhrifum kannabisefna umrætt kvöld og kastað flösku að mannium og skeytt engu um beiðni hans um að hætta. Sannað var talið að maðurinn hafi ráðist að henni líkt og lýst er hér að framan. Hann bar hins vegar fyrir sig að verkið hafi veðir unnið í neyðarvörn. Ekki var fallist á þá málsvörn þar sem honum hafi ekki verið nauðsynlegt að vinna umrætt verk. Þvert á móti hafi hann getað komið sér úr aðstæðunum án þess að ráðast á konuna. Árás hans var auk þess talin mun hættulegri en sú sem hún sýndi honum í aðdraganda árásarinnar. Var maðurinn því dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent