Lífið

Okkar eigið Ísland: Allt það helsta úr annarri seríu

Boði Logason skrifar
Garpur I Elísabetarson stjórnar þáttunum Okkar eigið Ísland hér á Vísi. 
Garpur I Elísabetarson stjórnar þáttunum Okkar eigið Ísland hér á Vísi.  Skjáskot

Önnur þáttaröð af Okkar eigið Ísland lauk göngu sinni hér á Vísi síðustu helgi þegar Garpur I. Elísabetarson fór í Merkúrker í lauflétt ævintýri.

Í þessari þáttaröð hefur Garpur farið víða með félögum sínum, Andra Má og Jónasi. Þeir fóru meðal annars á Hraundranga og í alvöru klifur upp Kerlingareld. Svo má ekki gleyma íshellunum, Mælifelli á hálendinu og klifrinu upp Þumal. 

Þriðja sería af Okkar eigið Ísland hefst hér á Vísi í haust.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegar klippur úr annarri þáttaröðinni. 

Klippa: Okkar eigið Ísland - Samantekt

Horfa má á alla þættina inn á sjónvarpssíðu Vísis.


Tengdar fréttir

Garpur bugaður á Kerlingu

Garpur og félagar hans, Jónas og Andri Már fóru í leiðangur í Svarfaðadal í klifur upp Kerlingareld. Kerlingareldur er veggur í miðju fjalli sem heitir Kerling sem gnæfir yfir dalnum. Veggurinn er 200 metra hár og hafa ekki margir klifrarar farið þar upp. 

Okkar eigið Ís­land: Á brjóstunum í Beru­firði

Ævintýramaðurinn Garpur I Elísabetarson heldur áfram ferðalögum sínum í þáttunum Okkar eigið Ísland. Í þessum fimmta þætti fer hann á Vestfirði og skellir sér á Vaðalfjöll sem liggja á Berufirði og Þorskafirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×