Kallar eftir að ríkið standi við fyrirheit í flugstefnu Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 29. júní 2023 18:19 Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, gagnrýnir vanefndir ríkisstjórnarinnnar og kallar eftir því að ríkið standi við fyrirheit í flugstefnu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Óvissa ríkir um framhald flugkennslu hjá Flugakademíunni sem hefur sagt upp öllum samningum við starfsmenn skólans. Framkvæmdastjóri gagnrýnir að fyrirheitum í flugstefnu frá árinu 2019 hafi ekki verið fylgt eftir. Þá ætti flugnám að vera hluti af menntakerfinu og heyra undir menntamálaráðherra en ekki innviðaráðherra. Níu starfsmönnum Flugakademíu Íslands hefur verið sagt upp störfum en hún er í meirihlutaeigu Keilis og síðan Eignarhaldsfélags Suðurnesja. Keilir er síðan í meirihlutaeigu ríkisins. Nanna Kristjana Traustadóttir framkvæmdastjóri Keilis segir málið því standa ríkinu nærri. Vanda skólans nú megi rekja til þess að umsóknum um nám við skólann hefði fækkað mikið í kórónuveirufaraldrinum og ekki náð sér á strik aftur. Þetta væri alvarleg staða því Flugakademían væri eini aðilinn á Íslandi sem byði upp á samtvinnað atvinnuflugnám, þar sem bókleg- og verkleg kennsla færi fram jöfnum höndum. „Það væri ákveðið skarð hoggið í þá möguleika sem eru fyrir hendi til þess að fara í atvinnuflugnám á Íslandi fyrir íslensk ungmenni ef það verður niðurstaðan,“ segir Nanna Kristjana um óvissuna. Ekki staðið við fyrirheit í flugstefnu Flugnám væri almennt ekki lánshæft en nemendur skólans hefðu getað sótt um nokkurra milljóna skólagjaldalán sem færu langt í frá að standa undir kostnaði við námið sem væri um 15 milljónir króna. Þetta væri líka alvarleg staða hjá flugþjóð í ljósi þess að skortur væri á atvinnuflugmönnum. Nanna Kristjana gagnrýnir einnig að ekki hafi verið staðið við fyrirheit í ítarlegri flugstefnu sem Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi samgönguráðherra kynnti í nóvember 2019. „Ég get ekki túlkað öðruvísi en svo að það hafi ekki verið tekin nein skref í þessari flugstefnu sem var kynnt árið 2019 sem varða það að færa námið inn í menntakerfið. Ég hef ekki getað séð að það hafi verið tekin nein skref í þá átt enn þá,“ sagði Nanna. Það væri sérkennilegt að þetta mikilvæga fagnám heyrði undir innviðaráðuneytið en ekki menntamálaráðuneytið. Nanna Kristjana segir að uppsögn samninga við starfsfólk skólans nú væri hugsuð til að finna leiðir til að endurskipuleggja kennsluna fyrir núverandi nemendur skólans. Þeir væru 116 í dag og mislangt komnir í sínu námi. Enn væri opið fyrir skráningu nýrra nemenda og vonandi færi stór hópur af stað í náminu í haust. Fréttir af flugi Skóla - og menntamál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Níu starfsmönnum Flugakademíu Íslands hefur verið sagt upp störfum en hún er í meirihlutaeigu Keilis og síðan Eignarhaldsfélags Suðurnesja. Keilir er síðan í meirihlutaeigu ríkisins. Nanna Kristjana Traustadóttir framkvæmdastjóri Keilis segir málið því standa ríkinu nærri. Vanda skólans nú megi rekja til þess að umsóknum um nám við skólann hefði fækkað mikið í kórónuveirufaraldrinum og ekki náð sér á strik aftur. Þetta væri alvarleg staða því Flugakademían væri eini aðilinn á Íslandi sem byði upp á samtvinnað atvinnuflugnám, þar sem bókleg- og verkleg kennsla færi fram jöfnum höndum. „Það væri ákveðið skarð hoggið í þá möguleika sem eru fyrir hendi til þess að fara í atvinnuflugnám á Íslandi fyrir íslensk ungmenni ef það verður niðurstaðan,“ segir Nanna Kristjana um óvissuna. Ekki staðið við fyrirheit í flugstefnu Flugnám væri almennt ekki lánshæft en nemendur skólans hefðu getað sótt um nokkurra milljóna skólagjaldalán sem færu langt í frá að standa undir kostnaði við námið sem væri um 15 milljónir króna. Þetta væri líka alvarleg staða hjá flugþjóð í ljósi þess að skortur væri á atvinnuflugmönnum. Nanna Kristjana gagnrýnir einnig að ekki hafi verið staðið við fyrirheit í ítarlegri flugstefnu sem Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi samgönguráðherra kynnti í nóvember 2019. „Ég get ekki túlkað öðruvísi en svo að það hafi ekki verið tekin nein skref í þessari flugstefnu sem var kynnt árið 2019 sem varða það að færa námið inn í menntakerfið. Ég hef ekki getað séð að það hafi verið tekin nein skref í þá átt enn þá,“ sagði Nanna. Það væri sérkennilegt að þetta mikilvæga fagnám heyrði undir innviðaráðuneytið en ekki menntamálaráðuneytið. Nanna Kristjana segir að uppsögn samninga við starfsfólk skólans nú væri hugsuð til að finna leiðir til að endurskipuleggja kennsluna fyrir núverandi nemendur skólans. Þeir væru 116 í dag og mislangt komnir í sínu námi. Enn væri opið fyrir skráningu nýrra nemenda og vonandi færi stór hópur af stað í náminu í haust.
Fréttir af flugi Skóla - og menntamál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira