Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Í kvöldfréttum heyrum við í nýjum bankastjóra Íslandsbanka, sem segir bankann þurfa að efla menninguna innan bankans. Kviku banki ákvað í dag að slíta viðræðum um sameiningu við Íslandsbanka þótt samruni þeirra gæti falið í sér ávinning, en er reiðubúinn að taka upp viðræður á ný að loknum hluthafafundi Íslandsbanka.

Við greinum einnig frá aðgerðaáætlun félagsmálaráðherra og bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ, sem miða að því að draga úr fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd í bænum og bæta þjónustuna við þá sem eru þar fyrir. Stefnt er að uppsetningu einingahúsa fyrir allt að þúsund manns í öðrum sveitarfélögum.

Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis.

Við sýnum myndir frá miklum óeirðum í úthverfum Parísar í nótt eftir að lögreglumaður skaut sautján ára ungling til bana í bíl hans þegar hann var stöðvaður við umferðareftirlit. Ríkissaksóknari Frakklands hefur ákært lögreglumanninn fyrir manndráp að yfirlögðu ráði.

Og við verðum í Hafnarfirði þar sem bæjar- og tónlistarhátíðin „Í Hjarta Hafnarfjarðar“ hefst með pompi og prakt í kvöld.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×