Ábyrgðarlaust Alþingi þar sem hver bendir á annan Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2023 11:02 Gísli Rafn settist á þing 2021 og hann hefur tekið saman punkta þar sem hann lýsir reynslu sinni það sem af er, að sitja á löggjafarþinginu sjálfu. Gísli Rafn hefur komist að því að þingið er ekki skilvirkt og að það einkennist af því að fólk vilji koma sér undan ábyrgð. vísir/vilhelm Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata ritar athyglisverða grein þar sem hann fer yfir upplifun sína af þingstörfunum og starfsemi Alþingis. Og þar er ekkert endilega fagurt um að litast. Þessa athyglisverðu grein Gísla Rafns má finna á Vísi en hann hefur setið á þingi sem þingmaður Suðvesturkjördæmis síðan 2021. Greinin er í tíu liðum og þar segir meðal annars að þegar eitthvað fari úrskeiðis, þá þori enginn að taka ábyrgð. „Mistök gerast, hvort sem það er í lagasetningu eða framkvæmd þeirra. En í stað þess að taka ábyrgð á mistökunum, þá er alltaf farið í að benda á einhverja aðra, nú eða tala um eitthvað allt annað. Þetta þýðir oft að smávægileg mistök vinda upp á sig og verða að stórmáli. Stjórnmálamenn, rétt eins og annað fólk gerir mistök og hefur stundum rangt fyrir sér, en ólíkt mörgum öðrum stéttum, þá virðist það vera bannað að viðurkenna slíkt.“ Víst er að Íslendingar upp til hópa eiga erfitt með að játa á sig mistök. Það virðist vera eitthvað í þjóðarsálinni sem veldur því að menn líti á það sem mikinn áfellisdóm og djúpt skarð í sjálfsmyndina. Samkvæmt Gísla Rafni kveður sérlega rammt að þessu meðal þingmanna. Þá segir Gísli Rafn að samráð við lagasetningar séu bara til sýnis: „Á undanförnum áratug hefur verið lögð mikil vinna í það að auka samráð í lagasetningarferlinu. Ráðuneyti setja drög að frumvörpum í samráðsgátt og þingnefndir óska eftir umsögnum sem hluta af ferli mála innan þingsins. Myndin, sem er lýsandi fyrir efni pistils Gísla Rafns, er úr NY Times árið 1871 og er eftir Thomas Nast. Hún sýnir “William M. 'Boss' Tweed and the Tweed Ring of corrupt New York City politicians.” Engin ábyrð, hver bendir á annan. Allt lítur þetta vel út á pappírunum, en sannleikurinn er sá að lítið tillit er tekið til þeirra umsagna sem koma inn, nema ef bent er á einhver mjög augljóslega röng atriði, nú eða ef umsagnaraðilinn er hagsmunaaðili með mjög sterk ítök innan stjórnarflokkanna,“ skrifar Gísli og vísar til Sherry Arnstein sem kallar slíkt fyrirbæri sýndar-samráð. Og gerir að verkum að færri og færri umsagnir berast um mál því margir umsagnaraðilar vita að ekkert er tekið mark á því hvað er skrifað. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Þessa athyglisverðu grein Gísla Rafns má finna á Vísi en hann hefur setið á þingi sem þingmaður Suðvesturkjördæmis síðan 2021. Greinin er í tíu liðum og þar segir meðal annars að þegar eitthvað fari úrskeiðis, þá þori enginn að taka ábyrgð. „Mistök gerast, hvort sem það er í lagasetningu eða framkvæmd þeirra. En í stað þess að taka ábyrgð á mistökunum, þá er alltaf farið í að benda á einhverja aðra, nú eða tala um eitthvað allt annað. Þetta þýðir oft að smávægileg mistök vinda upp á sig og verða að stórmáli. Stjórnmálamenn, rétt eins og annað fólk gerir mistök og hefur stundum rangt fyrir sér, en ólíkt mörgum öðrum stéttum, þá virðist það vera bannað að viðurkenna slíkt.“ Víst er að Íslendingar upp til hópa eiga erfitt með að játa á sig mistök. Það virðist vera eitthvað í þjóðarsálinni sem veldur því að menn líti á það sem mikinn áfellisdóm og djúpt skarð í sjálfsmyndina. Samkvæmt Gísla Rafni kveður sérlega rammt að þessu meðal þingmanna. Þá segir Gísli Rafn að samráð við lagasetningar séu bara til sýnis: „Á undanförnum áratug hefur verið lögð mikil vinna í það að auka samráð í lagasetningarferlinu. Ráðuneyti setja drög að frumvörpum í samráðsgátt og þingnefndir óska eftir umsögnum sem hluta af ferli mála innan þingsins. Myndin, sem er lýsandi fyrir efni pistils Gísla Rafns, er úr NY Times árið 1871 og er eftir Thomas Nast. Hún sýnir “William M. 'Boss' Tweed and the Tweed Ring of corrupt New York City politicians.” Engin ábyrð, hver bendir á annan. Allt lítur þetta vel út á pappírunum, en sannleikurinn er sá að lítið tillit er tekið til þeirra umsagna sem koma inn, nema ef bent er á einhver mjög augljóslega röng atriði, nú eða ef umsagnaraðilinn er hagsmunaaðili með mjög sterk ítök innan stjórnarflokkanna,“ skrifar Gísli og vísar til Sherry Arnstein sem kallar slíkt fyrirbæri sýndar-samráð. Og gerir að verkum að færri og færri umsagnir berast um mál því margir umsagnaraðilar vita að ekkert er tekið mark á því hvað er skrifað.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira