Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Í kvöldfréttum heyrum við í formanni bæjarráðs Reykjanesbæjar sem segir mál fjölskyldu í bænum, sem bera á út úr húsi sínu á föstudag, vera harmleik. Bærinn hafi fyrst heyrt af málinu í fréttum í gær. Útgerðarmaður sem keypti húsið fyrir níu mánuðum hefur staðið undir öllum kostnaði við eignina frá því hann keypti hana á uppboði fyrir níu mánuðum á einungis þrjár milljónir.

Yfirmenn Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslunnar sátu fyrir svörum þingmanna í efnahags- og viðskiptanefnd á löngum fundi í dag, þar sem forstjóri Bankasýslunnar sagði útboð á tæplega fjórðungshlut í Íslandsbanka í fyrra hafa verið það best heppnaða í Evrópu. Við heyrum í honum og fleirum í fréttatímanum.

Ósk móður einhverfrar stúlku frá Venesúela um hæli fyrir sig og dótturina hefur verið hafnað. Hún segir ástandið í heimalandinu skelfilegt þar sem lágmarkslaun væru fjórar krónur á tímann.

Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir að virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar hafi verið fellt úr gildi og framkvæmdum þannig slegið á frest. Það ætti að vera einfalt mál að fá nýtt leyfi gefið út.

Við skoðum dularfullt listaverk sem selt var á margfalt hærra verði á uppboði en búist var við og kíkjum á sex til tólf ára krakka í Hafnarfirði sem hópuðust á árlega dorgkeppni í dag.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×