Sáttin öllu verri en Bankasýsla ríkisins átti von á Helena Rós Sturludóttir skrifar 26. júní 2023 18:59 Lárus Blöndal er stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Vísir/Dúi Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sátt fjármálaeftirlits Seðlabankans og Íslandsbanka um sölu bankans á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum öllu verri heldur en þau hafi átt von á. „Það sem er alvarlegt er auðvitað það að menn fari ekki eftir lögum og reglum. Það er auðvitað grundvallaratriði og það sem við höfum áhyggjur af í Bankasýslunni er að við förum með 44,2 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka og hátt í 100 prósenta hlut í Landsbankanum. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að það ríki traust um fjármálakerfið í landinu. Þetta er mjög slæmt innlegg inn í það að menn séu í svona framkvæmd að fara í bága við lög og reglur,“ segir Lárus Blöndal. Aðspurður hvort traust ríki til stjórnenda bankans segir Lárus Bankasýsluna ekki hafa tekið afstöðu til þess. „Ég tel að það skipti bara máli að bæði stjórnin og þeir sem stýri för innan bankans að þeir taki afstöðu til þess hvernig rétt er að haga málum til framtíðar.“ Bankasýslan hefur óskað eftir því að boðað verði til hluthafafundar. „Við óskum eftir því að það verði haldinn hluthafafundur þar sem stjórnendur og stjórn geri grein fyrir þessu máli. Líka því hvernig menn ætla að ávinna það traust sem hefur glatast til baka. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þetta fáist fram og líka hitt að hluthafar geti þá fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þeim,“ segir Lárus sem er bjartsýnn á að bankinn geti unnið traustið til baka. Skaði sem þurfi að vinna til baka Í sátt FME kom meðal annars fram að bankinn hafi gefið Bankasýslunni villandi upplýsingar varðandi söluna. Lárus segir það engan vegin ásættanlegt, „Það er auðvitað þannig þegar að maður ræður aðila til starfa eins og við gerðum við Íslandsbanka til að annast þessa sölu að þá gengur maður út frá því að menn fari að lögum og reglum. Það er grundvallaratriði sem er sjálfgefið skilyrði fyrir því að ráðningin fari fram. Þannig við auðvitað ætlumst til þess og trúum því ekki að óreyndu að menn geri það ekki,“ segir Lárus og bætir við að málið verði skoðað betur og öllum steinum verði velt. „Okkur finnst alvarlegasta málið það að þetta hefur áhrif á traust til fjármálageirans og það er skaði sem þarf að vinna til baka,“ segir Lárus sem á von á að hluthafafundur fari fyrst fram eftir sumarfrí. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir Bankinn hafi brugðist trausti Fjármálaráðherra segir ljóst af sátt Íslandsbanka og Seðlabanka Íslands að Íslandsbanki hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar ákveðið var að hann myndi sjálfur sjá um útboð á hlut ríkisins í bankanum. 26. júní 2023 17:14 Efni skýrslunnar minni á lýsingar á „subbuskap fyrir hrun“ Tæplega hundrað blaðsíðna skýrsla um sáttina sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði við Íslandsbanka var birt í morgun en efni hennar hefur skotið mörgum skelk í bringu. 26. júní 2023 16:42 „Hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng“ Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands telur að fjármálaeftirlitið hafi sinnt hlutverki sínu vel í rannsókninni á seinna útboðinu á Íslandsbanka. Hún segir hæfiskilyrði stjórnenda Íslandsbanka vera ströng, það sé þó bankans að meta hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. 26. júní 2023 18:04 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
„Það sem er alvarlegt er auðvitað það að menn fari ekki eftir lögum og reglum. Það er auðvitað grundvallaratriði og það sem við höfum áhyggjur af í Bankasýslunni er að við förum með 44,2 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka og hátt í 100 prósenta hlut í Landsbankanum. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að það ríki traust um fjármálakerfið í landinu. Þetta er mjög slæmt innlegg inn í það að menn séu í svona framkvæmd að fara í bága við lög og reglur,“ segir Lárus Blöndal. Aðspurður hvort traust ríki til stjórnenda bankans segir Lárus Bankasýsluna ekki hafa tekið afstöðu til þess. „Ég tel að það skipti bara máli að bæði stjórnin og þeir sem stýri för innan bankans að þeir taki afstöðu til þess hvernig rétt er að haga málum til framtíðar.“ Bankasýslan hefur óskað eftir því að boðað verði til hluthafafundar. „Við óskum eftir því að það verði haldinn hluthafafundur þar sem stjórnendur og stjórn geri grein fyrir þessu máli. Líka því hvernig menn ætla að ávinna það traust sem hefur glatast til baka. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þetta fáist fram og líka hitt að hluthafar geti þá fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þeim,“ segir Lárus sem er bjartsýnn á að bankinn geti unnið traustið til baka. Skaði sem þurfi að vinna til baka Í sátt FME kom meðal annars fram að bankinn hafi gefið Bankasýslunni villandi upplýsingar varðandi söluna. Lárus segir það engan vegin ásættanlegt, „Það er auðvitað þannig þegar að maður ræður aðila til starfa eins og við gerðum við Íslandsbanka til að annast þessa sölu að þá gengur maður út frá því að menn fari að lögum og reglum. Það er grundvallaratriði sem er sjálfgefið skilyrði fyrir því að ráðningin fari fram. Þannig við auðvitað ætlumst til þess og trúum því ekki að óreyndu að menn geri það ekki,“ segir Lárus og bætir við að málið verði skoðað betur og öllum steinum verði velt. „Okkur finnst alvarlegasta málið það að þetta hefur áhrif á traust til fjármálageirans og það er skaði sem þarf að vinna til baka,“ segir Lárus sem á von á að hluthafafundur fari fyrst fram eftir sumarfrí.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir Bankinn hafi brugðist trausti Fjármálaráðherra segir ljóst af sátt Íslandsbanka og Seðlabanka Íslands að Íslandsbanki hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar ákveðið var að hann myndi sjálfur sjá um útboð á hlut ríkisins í bankanum. 26. júní 2023 17:14 Efni skýrslunnar minni á lýsingar á „subbuskap fyrir hrun“ Tæplega hundrað blaðsíðna skýrsla um sáttina sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði við Íslandsbanka var birt í morgun en efni hennar hefur skotið mörgum skelk í bringu. 26. júní 2023 16:42 „Hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng“ Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands telur að fjármálaeftirlitið hafi sinnt hlutverki sínu vel í rannsókninni á seinna útboðinu á Íslandsbanka. Hún segir hæfiskilyrði stjórnenda Íslandsbanka vera ströng, það sé þó bankans að meta hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. 26. júní 2023 18:04 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Bankinn hafi brugðist trausti Fjármálaráðherra segir ljóst af sátt Íslandsbanka og Seðlabanka Íslands að Íslandsbanki hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar ákveðið var að hann myndi sjálfur sjá um útboð á hlut ríkisins í bankanum. 26. júní 2023 17:14
Efni skýrslunnar minni á lýsingar á „subbuskap fyrir hrun“ Tæplega hundrað blaðsíðna skýrsla um sáttina sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði við Íslandsbanka var birt í morgun en efni hennar hefur skotið mörgum skelk í bringu. 26. júní 2023 16:42
„Hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng“ Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands telur að fjármálaeftirlitið hafi sinnt hlutverki sínu vel í rannsókninni á seinna útboðinu á Íslandsbanka. Hún segir hæfiskilyrði stjórnenda Íslandsbanka vera ströng, það sé þó bankans að meta hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. 26. júní 2023 18:04