Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Máni Snær Þorláksson skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 með Tuma. Tumi. Kvöldfréttir. Kolbeinn Tumi Daðason.

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir sátt fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka vegna brota bankans við sölu á 22,5 prósenta hlut í bankanum í mars í fyrra. Bankinn hefur sæst á að greiða 1,1 milljarð króna í sekt en eftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði farið gegn fjölmörgum reglum sem giltu um útboðið. Við heyrum meðal annars í fjármálaráðherra, aðstoðarseðlabankastjóra sem fer með fjármálaeftirlitið og forstjóra bankasýslunnar.

Ekkert varð að fyrirhuguðum fundi Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisraðherra með Markúsi Ingólfi Eiríkssyni forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í dag. Fundinum var frestað á síðustu stundu án útskýringa en samkvæmt heiildum fréttastofu ætlar ráðherra ekki að endurnýja skipun Markúsar Ingólfs sem rennur út snemma á næsta ári. Hann gagrýndi ráðherran nýlega fyrir óviðeigandi framkomu í hans garð þegar hann vakti athygli á bágri fjárhagsstöðu HSS.

Forseti Úkraínu varar umheiminn við mögulegum hryðjuverkum Rússa sem hafi undirbuið að sprengja kjarnorluverið í Zaporizhzhia í loft upp. Í dag ítrekuðu forsætisráðherrar Norðurlandanna og Kanada stuðning sinn við Úkraínu á fundi í Vestmannaeyjum.

Þá greinum við frá þvi að tíu milljarða króna hóteluppbygging í landi Orustustaða austan Kirkjubæjarklausturs er í uppnámi vegna nágrannadeilna um lagningu vegar að hótelinu.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×