Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2023 15:49 Landhelgisgæslan kom líka að aðgerðum á Fáskrúðsfirði árið 2007 í Pólstjörnumálinu svokallaða. Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir aðgerðina hafa verið töluvert stóra en vill lítið gefa upp um hana að svo stöddu. Ráðist var í aðgerðirnar snemma morguns á laugardag. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir að eftirlitsflugvélin TF-SIF hafi komið að aðgerðum, sömuleiðis þyrlusveit gæslunnar auk séraðgerðarsveitar Landhelgisgæslunnar á varðbátnum Óðni. Því til viðbótar naut lögregla liðsinnis tollgæslu, lögreglunnar á Suðurnesjum og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Nokkrir tugir manns komu því að aðgerðum. Fram kom í máli Gríms við Mbl.is að mennirnir væru af erlendu bergi brotnir. Sá elsti væri fæddur árið 1970 og sá yngsti árið 2002. Grímur vildi ekki upplýsa um hvort þeir eigi sér sögu hjá lögreglu eða hvers konar efni um ræðir. Tveir voru handteknir um borð í skútunni og sá þriðji í landi. Karlmennirnir þrír hafa allir verið úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna, eða til 4. júlí. Grímur vill ekki gefa upp hvers konar efni um ræðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki um að ræða kókaín heldur Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögregla leggur hald á mikið magn fíkniefna um borð í skútu en sex karlmenn voru dæmdir í samtals 32 ára fangelsi í héraðsdómi árið 2008 fyrir að reyna að smygla um 40 kílóum af fíkniefnum frá Danmörku til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu í Færeyjum í Pólstjörnumálinu svokallaða. Um var að ræða eitt umfangsmesta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Þá kom upp annað skútumál árið 2009 á Hornafirði en þar hlutu sex karlmenn þunga dóma fyrir aðild að umfangsmiklu smygli. Lögreglumál Landhelgisgæslan Fíkniefnabrot Smygl Skútumálið 2023 Tengdar fréttir Handteknir um borð í skútu með mikið magn fíkniefna Tveir voru handteknir um borð í skútu undan suðurströnd Íslands um helgina eftir að mikið magn fíkniefna fannst þar um borð. Þá var þriðji einstaklingurinn handtekinn í landi vegna málsins. 26. júní 2023 14:22 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir aðgerðina hafa verið töluvert stóra en vill lítið gefa upp um hana að svo stöddu. Ráðist var í aðgerðirnar snemma morguns á laugardag. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir að eftirlitsflugvélin TF-SIF hafi komið að aðgerðum, sömuleiðis þyrlusveit gæslunnar auk séraðgerðarsveitar Landhelgisgæslunnar á varðbátnum Óðni. Því til viðbótar naut lögregla liðsinnis tollgæslu, lögreglunnar á Suðurnesjum og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Nokkrir tugir manns komu því að aðgerðum. Fram kom í máli Gríms við Mbl.is að mennirnir væru af erlendu bergi brotnir. Sá elsti væri fæddur árið 1970 og sá yngsti árið 2002. Grímur vildi ekki upplýsa um hvort þeir eigi sér sögu hjá lögreglu eða hvers konar efni um ræðir. Tveir voru handteknir um borð í skútunni og sá þriðji í landi. Karlmennirnir þrír hafa allir verið úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna, eða til 4. júlí. Grímur vill ekki gefa upp hvers konar efni um ræðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki um að ræða kókaín heldur Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögregla leggur hald á mikið magn fíkniefna um borð í skútu en sex karlmenn voru dæmdir í samtals 32 ára fangelsi í héraðsdómi árið 2008 fyrir að reyna að smygla um 40 kílóum af fíkniefnum frá Danmörku til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu í Færeyjum í Pólstjörnumálinu svokallaða. Um var að ræða eitt umfangsmesta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Þá kom upp annað skútumál árið 2009 á Hornafirði en þar hlutu sex karlmenn þunga dóma fyrir aðild að umfangsmiklu smygli.
Lögreglumál Landhelgisgæslan Fíkniefnabrot Smygl Skútumálið 2023 Tengdar fréttir Handteknir um borð í skútu með mikið magn fíkniefna Tveir voru handteknir um borð í skútu undan suðurströnd Íslands um helgina eftir að mikið magn fíkniefna fannst þar um borð. Þá var þriðji einstaklingurinn handtekinn í landi vegna málsins. 26. júní 2023 14:22 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Handteknir um borð í skútu með mikið magn fíkniefna Tveir voru handteknir um borð í skútu undan suðurströnd Íslands um helgina eftir að mikið magn fíkniefna fannst þar um borð. Þá var þriðji einstaklingurinn handtekinn í landi vegna málsins. 26. júní 2023 14:22