Innlent

Efna­hags- og við­skipta­nefnd fundar um Ís­lands­banka

Árni Sæberg skrifar
Ágúst Bjarni er sitjandi formaður nefndarinnar.
Ágúst Bjarni er sitjandi formaður nefndarinnar. Vísir/Vilhelm

Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda.

Þetta staðfestir Ágúst Bjarni Garðarson, 1. varaformaður nefndarinnar og þingmaður Framsóknarflokksins. Hann er starfandi formaður þar sem formaðurinn Guðrún Hafsteinsdóttir hefur tekið ráðherrasæti.

Stefnt er að því að fulltrúar fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabankans verði boðaðir á fundinn og að hann verði lokaður.

Seðlabankinn birti í dag samkomulag sitt við Íslandsbanka. Þar kemur fram að víða var pottur brotinn innan bankans þegar hlutur ríkisins í honum var boðinn út.

Í samantekt segir að niðurstaða fjármálaeftirlitsins hafi verið að stjórn og bankastjóri Íslandsbanka hafi ekki með fullnægjandi hætti innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit sem tryggir skilvirka og varfærna stjórnun, sem birtist meðal annars í því að ekki var tryggt að bankinn uppfyllti lagakröfur sem gilda um veitingu fjárfestingarþjónustu og fylgni við innri reglur sem stjórn hans hefur sett.


Tengdar fréttir

„Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“

Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun.

Sam­þykktu allar beiðnir starfs­manna um að taka þátt í út­boðinu

Regluvarsla Íslandsbanka samþykkti allar beiðnir starfsmanna um þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum í fyrra þrátt fyrir að aðeins fjórir starfsmenn og einn tengdur aðili væri flokkaður sem fagfjárfestar þegar útboðið hófst. Fjármálaeftirlitið telur þátttöku starfsmanna hafa skapað fjölmarga hagsmunaárekstra.

Reglur um hljóð­upp­tökur við­varandi vanda­mál hjá Ís­lands­banka

Í sátt um greiðslu sektar Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum kemur fram að bankinn hafi brotið ákvæði laga um markaði fyrir fjármálagerninga, með því að skrá ekki og varðveita símtalsupptökur vegna 162 símtala sem starfsmenn hans áttu í tengslum við útboðið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×