Þá heyrum við frá manni sem hefur misst fjölda ástvina, þar á meðal báða foreldra, úr krabbameini, en hann hélt á tíma að hann væri boðberi sjúkdómsins. Hann missti eiginkonu sína úr krabbameini en styður nú eiginkonu sína í gegnum krabbameinsmeðferð.
Þá tökum við stöðuna á Grímseyjarkirkju, en Grímseyingar vonast til að góður stuðningur velgjörðarmanna verði til þess að þeir geti haldið áfram smíði nýrrar kirkju í stað þeirrar sem brann en verkið hefur legið niðri vegna fjárskorts. Stefnt er að hjónavígslu í næsta mánuði. Eins heimsækjum við hreindýrstarfana Mosa og Garp, en eigandi þeirra gekk þeim í móðurstað eftir að þeir fundust móðurlausir uppi á heiði.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan 18:30, á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni