Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Máni Snær Þorláksson skrifar
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður

Í kvöldfréttum kynnum við okkur aðstæður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem forstjórinn sakar stjórnvöld um að svelta stofnunina fjárhagslega. Hann hefur einnig óskað eftir að Umboðsmaður Alþingis taki afstöðu til framgöngu ráðherra, með þátttöku ráðuneytisstjóra gagnvart honum þegar heffur upplýst þá um óþægilegar staðreyndir eða gagnrýnt stjórnvöld. Hann hafi verið verið beittur óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu.

Við tökum einnig púlsinn upp á Akranesi eftir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað að banna hvalveiðar tímabundið. Hún mætir á opinn fund sem Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness boðaði til klukkan hálf átta í kvöld þar sem þingmenn Norðvesturkjördæmis verða einnig til að gera grein fyrir sinni afstöðu og svara spurningum fundargesta. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi.

Örvæntingarfullri leit að smákafbáti með fimm manns innanborðs sem ætluðu að kafa niður að flaki Titanic í Norður Atlantshafi á sunnudag hefur enn engan árangur borið, en fjarstýrður leitarkafbátur virðist þó hafa fundið brak af bátnum síðdegis. Súrenfinsbyrðir áttu að endast til hádegis í dag.

Við greinum frá því hvers vegna uppbygging vindorkuvera er í uppnámi og kynnum okkur nýtt app sem á að auðvelda útlendingum að tileinka sér íslenskuna.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×