Svandís segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu Jakob Bjarnar og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 20. júní 2023 17:09 Svandís telur ríkisstjórnina ekki í hættu vegna ákvörðunar hennar um bann við hvalveiðum. Sú ákvörðun hennar sé fagleg. vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur umdeilda ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar sem áttu að hefjast á morgun ekki hafa nein áhrif á stjórnarsamstarfið. Þetta kemur fram í viðtali fréttastofu við Svandísi nú síðdegis en Vísir hefur greint frá því í dag að óvænt ákvörðun hennar hafi lagst misvel þingmenn Sjálfstæðisflokksins auk þess sem Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lýst yfir því að hann sé ósammála Svandísi, þetta sé ekki ákvörðun sem honum hugnist. Þá hefur Eiríkur Bergmann lýst því yfir að hann telji meiri líkur á stjórnarslitum í dag en í gær. Svandís segist spurð um ákvörðunina hana ekki vera svar við ummælum bæði Jóns Gunnarssonar fráfarandi dómsmálaráðherra og afgerandi ummælum Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um útlendingamál, sem hafa lagst illa í ýmsa innan VG. „Nei, þetta er ekki þannig ákvörðun. Hún er efnisleg, málefnaleg og fagleg,“ segir Svandís. Það væri ekki mjög skynsamlegt að taka ákvörðun af þessari stærðargráðu sem byggðist á öðru eins og því. „Sem svar við einhverri ákveðinni pólitískri stöðu. Þetta snýst um að taka faglega ákvörðun sem byggist á faglegum grunni. Og það er það sem ég er að gera.“ En ertu með þessu að tefla stjórnarsamstarfinu í tvísýnu? „Ég meina, þetta er mín ákvörðun og ég kynnti hana fyrir ríkisstjórn í morgun. Það voru ágætis skoðanaskipti þar eins og oft hefur gerst þegar verið er að taka ákvarðanir á borðum einstakra ráðherra. Þannig að ég held að ríkisstjórnin sé ekki í hættu vegna þessarar ákvörðunar,“ segir Svandís. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. 20. júní 2023 16:36 Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22 Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07 Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali fréttastofu við Svandísi nú síðdegis en Vísir hefur greint frá því í dag að óvænt ákvörðun hennar hafi lagst misvel þingmenn Sjálfstæðisflokksins auk þess sem Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lýst yfir því að hann sé ósammála Svandísi, þetta sé ekki ákvörðun sem honum hugnist. Þá hefur Eiríkur Bergmann lýst því yfir að hann telji meiri líkur á stjórnarslitum í dag en í gær. Svandís segist spurð um ákvörðunina hana ekki vera svar við ummælum bæði Jóns Gunnarssonar fráfarandi dómsmálaráðherra og afgerandi ummælum Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um útlendingamál, sem hafa lagst illa í ýmsa innan VG. „Nei, þetta er ekki þannig ákvörðun. Hún er efnisleg, málefnaleg og fagleg,“ segir Svandís. Það væri ekki mjög skynsamlegt að taka ákvörðun af þessari stærðargráðu sem byggðist á öðru eins og því. „Sem svar við einhverri ákveðinni pólitískri stöðu. Þetta snýst um að taka faglega ákvörðun sem byggist á faglegum grunni. Og það er það sem ég er að gera.“ En ertu með þessu að tefla stjórnarsamstarfinu í tvísýnu? „Ég meina, þetta er mín ákvörðun og ég kynnti hana fyrir ríkisstjórn í morgun. Það voru ágætis skoðanaskipti þar eins og oft hefur gerst þegar verið er að taka ákvarðanir á borðum einstakra ráðherra. Þannig að ég held að ríkisstjórnin sé ekki í hættu vegna þessarar ákvörðunar,“ segir Svandís.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. 20. júní 2023 16:36 Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22 Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07 Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. 20. júní 2023 16:36
Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22
Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07
Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46