Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Í kvöldfréttum okkar fjöllum við um yfirvofandi ráðherraskipti, en í dag samþykkti þingflokkur Sjálfstæðisflokksins tillögu Bjarna Benediktssonar um að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við embætti dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni. Skiptin ganga formlega í gegn á ríkisráðsfundi á morgun. Við heyrum frá formanninum, tilvonandi og fráfarandi ráðherra og prófessor í stjórnmálafræði.

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á mögulegu manndrápi í Hafnarfirði í gærmorgun miðar vel. Hinn látni var af erlendu bergi brotinn og átti fjölskyldu hér á landi. Talið er að hann hafi verið stunginn til baka. Samlandi hans er í gæsluvarðhaldi þangað til á fimmtudag. Við ræðum við yfirlögregluþjón um stöðu málsins.

Leit stendur yfir að blýantsteikningu eftir Jóhannes Kjarval af brú sem listmálarann dreymdi um að yrði lögð yfir Skaftá hjá Kirkjubæjarklaustri. Menn vonast til að hugmynd Kjarvals geti orðið fyrirmynd að göngubrú sem myndi tengja nýja gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Klaustur. Kristján Már Unnarsson kynnti sér þetta mál.

Og Magnús Hlynur leit við í nýju og glæsilegu fjósi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Fjósið, sem kostaði 250 milljónir, er búið tveimur mjólkurróbótum og tekur yfir hundrað kýr.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×