Innlent

Maður hótaði fólki með öxi á Bíladögum á Akureyri

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Bíladagar standa nú yfir á Akureyri.
Bíladagar standa nú yfir á Akureyri. vísir/vilhelm

Sérsveitin var kölluð út í kvöld á Akureyri vegna manns sem hótaði fólki með öxi á tjaldsvæði Bíladaga sem nú standa þar yfir. Var maðurinn yfirbugaður og vistaður í fangaklefa

„Hann var tilkynntur upp á tjaldsvæði þar sem hann hugðist beita öxi og þá brugðumst við svona við, “ segir Aðal­steinn Júlí­us­son, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri í samtali við fréttastofu um málið. Mbl.is greindi fyrst frá. 

Sérsveit var kölluð út en þurfti ekki að aðhafast. Var maðurinn handtekinn af lögreglu skömmu eftir að tilkynning barst, um klukkan átta í kvöld. 

„Þeir eru að vinna með okkur um helgina. Þetta eru vopnalagabrot og hótanir sem beindust að einstaklingum sem hann átti í einhverjum sasmkiptum við,“ segir Aðalsteinn og bætir við að maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi. Hann verður yfirheyrður á morgun en ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á gæsluvarðhald.

Aukinn vopnaburður á Bíladögum

„Við höfum orðið vör við vopnaburð, það eru tilkynningar um fólk með hnífa og við erum einmitt að leita að einum núna. Vopnaburður er að aukast og sérsveitin er að vinna með okkur í því.“

Meira sé um það á Bíladögum en áður fyrr. 

„Fólk hefur einhverja þörf fyrir að ganga um með hnífa, sem maður skilur ekki,“ segir Aðalsteinn. 

Lögreglu er hins vegar ekki kunnugt um að eggvopni hafi verið beitt yfir hátíðina enn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×