Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Í kvöldfréttum okkar verður rætt við Guðlaug Þór Þórðarson umhverfisráðherra, um horfur í máli Hvammsvirkjunar, sem nú er í uppnámi eftir að virkjanaleyfi var fellt úr gildi. Ráðherra segir að skoða þurfi hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfið og að það megi ekki taka langan tíma. Útilokað sé að bíða með öflun grænnar orku hér á landi ef Ísland ætli að ná loftslagsmarkmiðum sínum.

Við ræðum einnig við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra um stöðuna á áfengismarkaði, sem hann líkir sjálfur við villta vestrið. Hann segir að illa hafi gengið að koma áfengisfrumvörpum út úr ríkisstjórn.

Þá heyrum við frá leikhússtjóra Gaflaraleikhússins, sem sá á eftir ævistarfinu í dag, þegar leikhúsið var tæmt og því lokað. Hún kallar eftir viðbrögðum frá listafólki og spyr hvar upprennandi listamenn eigi að hafa aðstöðu.

Kristján Már Unnarsson verður í beinni frá Melgerðismelum í Eyjafirði. Á morgun er flugdagur á Akureyrarflugvelli, en við tökum forskot á sæluna í beinni og kíkjum á flughátíðina.

Eins verður fjallað um unga og einstaka veiðimenn í Elliðaárdal og unga lögreglukonu sem útskrifaðist úr lögreglufræðum eftir harða baráttu við kerfið.

Þetta og fleira í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×