Lífið

Vilt þú taka þátt í fjórðu þátta­röð af Skreytum hús?

Íris Hauksdóttir skrifar
Fjórða þáttaröðin af Skreytum hús fer af stað á Vísi og Stöð 2+ í næstu viku.
Fjórða þáttaröðin af Skreytum hús fer af stað á Vísi og Stöð 2+ í næstu viku. Stöð 2

Vísir leitar nú að þátttakendum fyrir fjórðu þáttaröðina af Skreytum hús, sem sýndir eru hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Í þáttunum tekur Soffía Dögg Garðarsdóttir rými í gegn og fá áhorfendur að fylgjast með ferlinu alveg frá byrjun.

Í hverjum þætti er tekið fyrir ákveðið verkefni og þurfa íbúðareigendur að vera tilbúnir til þess að ræða um rýmið fyrir framan myndavélar.

Tökurnar fara fram fljótlega. Spurð hvað fólk ætti að vita áður en það sækir um svarar Soffía glottandi að þetta sé eins og að fá fellibylinn Soffíu inn í hús. Umsækjendur eigi að vera opnir fyrir breytingum og tilbúnir í framkvæmdir, því það lendi alltaf eitthvað á heimilisfólkinu hvort sem það er að mála eða annað.

Soffía Dögg sér um hönnunarþættina Skreytum hús hér á Vísi.

Tekið er á móti umsóknum fyrir nýju þáttaröðina á netfangið skreytum hús og leggur Soffía mikla áherslu á að fólk sendi myndir með af rýminu því það auðveldar allt ferlið.

Hægt er að horfa á eldri þætti hér


Tengdar fréttir

Ótrúleg breyting með eingöngu málningu og matarsóda

Soffía Dögg Garðarsdóttir þáttastjórnandi Skreytum hús hér á Vísi er alltaf að leita að sniðugum leiðum til þess að breyta fallegum munum. Reglulega breytir hún því sem hún á heima og fer einnig á nytjamarkaði og nær sér í efnivið í skemmtileg DIY verkefni.

Skreytum hús: DIY panelveggur í barnaherbergi

Soffía Dögg Garðarsdóttir stjórnandi Skreytum hús er nýjasti pistlahöfundur Lífsins á Vísi. Soffía Dögg hefur í mörg ár haldið uppi Skreytum hús bloggsíðunni og samnefndum Facebook-hópi og er hún einnig þáttastjórnandi Skreytum hús þáttanna hér á Lífinu á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×