Vara við eldhættu í skógum landsins vegna þurrka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2023 09:38 Eldur kviknaði í tré í Hallormsstaðaskógi þar sem þurrt hefur verið í veðri undanfarnar vikur. Skógræktin Skógræktin varar við eldhættu vegna mikillar þurrkatíðar að undanförnu á Norður-og Austurlandi og varar fólk sérstaklega við því að fara með eld í skógum og öðru gróðurlendi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Skógræktarinnar. Þar segir að kveikt hafi verið í tré í Hallormsstaðaskógi í síðustu viku en eldurinn hafi til allrar hamingju ekki breiðst út. Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi, segir að lítið hafi rignt undanfarnar vikur í skóginum. Hvetur skógræktin almenning til þess að fara varlega með eld og kveikja helst ekki eld á víðavangi. Best sé að notast eingöngu við tilbúin eldstæði eða eldskála sem víða er að finna á útivistarsvæðum í skógum landsins en ekki útbúa eldstæði á eigin spýtur í skógi eða á öðrum gróðurríkum svæðum. Þá minnir Skógræktin á að fleira getur kveikt gróðurelda en eldspýtur, kveikjarar, sígarettur og þess háttar. Neistar frá bílum og vélum, neistar frá verkfærum á borð við slípirokka, jafnvel tómar flöskur sem fleygt er á víðavangi geta verkað sem stækkunargler og kveikt eld. Góð umgengni og aðgæsla er því það sem gagnast best gegn hættunni á gróðureldum. Þá bendir Skógræktin á fróðleik um varnir gegn gróðureldum á vefnum gróðureldar.is og efni frá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun. Við orlofshús og íbúðarhús á gróðurríkum svæðum er rétt að huga vel að því að hávaxinn gróður nái ekki alveg að húsum heldur sé nokkurra metra autt svæði í kring, góðar aðkomuleiðir fyrir slökkvibíla og búnaður til að bregðast við nýkviknuðum eldi svo sem eldklöppur, slökkvitæki, eldvarnarteppi, vatnsfötur og -slöngur. Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Skógræktarinnar. Þar segir að kveikt hafi verið í tré í Hallormsstaðaskógi í síðustu viku en eldurinn hafi til allrar hamingju ekki breiðst út. Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi, segir að lítið hafi rignt undanfarnar vikur í skóginum. Hvetur skógræktin almenning til þess að fara varlega með eld og kveikja helst ekki eld á víðavangi. Best sé að notast eingöngu við tilbúin eldstæði eða eldskála sem víða er að finna á útivistarsvæðum í skógum landsins en ekki útbúa eldstæði á eigin spýtur í skógi eða á öðrum gróðurríkum svæðum. Þá minnir Skógræktin á að fleira getur kveikt gróðurelda en eldspýtur, kveikjarar, sígarettur og þess háttar. Neistar frá bílum og vélum, neistar frá verkfærum á borð við slípirokka, jafnvel tómar flöskur sem fleygt er á víðavangi geta verkað sem stækkunargler og kveikt eld. Góð umgengni og aðgæsla er því það sem gagnast best gegn hættunni á gróðureldum. Þá bendir Skógræktin á fróðleik um varnir gegn gróðureldum á vefnum gróðureldar.is og efni frá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun. Við orlofshús og íbúðarhús á gróðurríkum svæðum er rétt að huga vel að því að hávaxinn gróður nái ekki alveg að húsum heldur sé nokkurra metra autt svæði í kring, góðar aðkomuleiðir fyrir slökkvibíla og búnaður til að bregðast við nýkviknuðum eldi svo sem eldklöppur, slökkvitæki, eldvarnarteppi, vatnsfötur og -slöngur.
Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira