Fráfarandi dómsmálaráðherra segir ósamstöðu hafa fellt frumvarp til lögreglulaga Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2023 21:00 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir slæmt að ekki hafi náðst að koma breytingum á lögreglulögum í gegn á Alþingi vegna ósamstöðu í ríkisstjórninni um þau mál. Stöð 2/Steingrímur Dúi Fastlega er reiknað með að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra láti af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir taki sæti í ríkisstjórn. Jón segist kveðja dómsmálaráðuneytið með söknuði verði þetta niðurstaðan en hann hafi náð mörgum góðum málum í gegn á Alþingi. Jón segir að hins vegar þurfi að gera enn frekari ráðstafanir í útlendingamálum en nýsamþykkt frumvarp hans næði til enda staðan alvarlegri en lögin næðu yfir. Þá væru vonbrigði að frumvarp um breytingar á lögreglulögum fær ekki í gegn á vorþingi. „Og eins sameiningarlögin um héraðsdómstóla og sýslumenn. Þetta voru mjög stór mál. Gríðarleg undirbúningsvinna sem hafði farið í þau. En það var gefist upp fyrir þeim núna í vor. Það var slæmt. Lögreglulögin eru þjóðaröryggismál,“ segir Jón. Íslendingar væru langt á eftir nágrannaþjóðum í þessum efnum. Það hefði aftur á móti ekki verið samstaða um málið í ríkisstjórninni. Katrín Jakobsdóttir segir nauðsynlegt að auka eftirlit með lögreglunni eigi að auka valdheimildir hennar.Stöð 2/Steingrímur Dúi Hvar var andstaðan mest, var það í flokki forsætisráðherrans? „Já, í lögreglulögunum hefur það legið fyrir. Það eru svo sem aðrir flokkar eins og Píratar á Alþingi sem líta á þetta með öðrum augum en mörg okkar hinna,“ segir Jón. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa legið fyrir að Vinstri græn teldu að auknar valdheimildir og breytt hlutverk lögreglu kölluðu á aukið eftirlit. „Það kom í ljós þegar málið var lagt fram. Þá kynntum við fyrirvara þingflokksins, fyrir utan að það var ráðherra í ríkisstjórninni með fyrirvara við þetta tiltekna mál. Vegna þess að það var ekki talið nægjanlega vel búið um í raun og veru eftirlit með þessum auknu valdheimildum. Þar held ég að það hafi algerlega verið lausnir á borðinu en það náðist ekki saman um þær,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. 7. júní 2023 06:24 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 VG gerir fyrirvara við frumvarp Jóns um lögregluna Þingflokkur VG hefur afgreitt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum og sent það til þinglegrar meðferðar. Þingflokkurinn gerði nokkra fyrirvara við frumvarpið, til dæmis hvað varðar heimildir lögreglu til að hafa eftirlit með borgurum. 1. desember 2022 13:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Jón segir að hins vegar þurfi að gera enn frekari ráðstafanir í útlendingamálum en nýsamþykkt frumvarp hans næði til enda staðan alvarlegri en lögin næðu yfir. Þá væru vonbrigði að frumvarp um breytingar á lögreglulögum fær ekki í gegn á vorþingi. „Og eins sameiningarlögin um héraðsdómstóla og sýslumenn. Þetta voru mjög stór mál. Gríðarleg undirbúningsvinna sem hafði farið í þau. En það var gefist upp fyrir þeim núna í vor. Það var slæmt. Lögreglulögin eru þjóðaröryggismál,“ segir Jón. Íslendingar væru langt á eftir nágrannaþjóðum í þessum efnum. Það hefði aftur á móti ekki verið samstaða um málið í ríkisstjórninni. Katrín Jakobsdóttir segir nauðsynlegt að auka eftirlit með lögreglunni eigi að auka valdheimildir hennar.Stöð 2/Steingrímur Dúi Hvar var andstaðan mest, var það í flokki forsætisráðherrans? „Já, í lögreglulögunum hefur það legið fyrir. Það eru svo sem aðrir flokkar eins og Píratar á Alþingi sem líta á þetta með öðrum augum en mörg okkar hinna,“ segir Jón. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa legið fyrir að Vinstri græn teldu að auknar valdheimildir og breytt hlutverk lögreglu kölluðu á aukið eftirlit. „Það kom í ljós þegar málið var lagt fram. Þá kynntum við fyrirvara þingflokksins, fyrir utan að það var ráðherra í ríkisstjórninni með fyrirvara við þetta tiltekna mál. Vegna þess að það var ekki talið nægjanlega vel búið um í raun og veru eftirlit með þessum auknu valdheimildum. Þar held ég að það hafi algerlega verið lausnir á borðinu en það náðist ekki saman um þær,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. 7. júní 2023 06:24 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 VG gerir fyrirvara við frumvarp Jóns um lögregluna Þingflokkur VG hefur afgreitt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum og sent það til þinglegrar meðferðar. Þingflokkurinn gerði nokkra fyrirvara við frumvarpið, til dæmis hvað varðar heimildir lögreglu til að hafa eftirlit með borgurum. 1. desember 2022 13:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. 7. júní 2023 06:24
Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44
VG gerir fyrirvara við frumvarp Jóns um lögregluna Þingflokkur VG hefur afgreitt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum og sent það til þinglegrar meðferðar. Þingflokkurinn gerði nokkra fyrirvara við frumvarpið, til dæmis hvað varðar heimildir lögreglu til að hafa eftirlit með borgurum. 1. desember 2022 13:00