Finna engar skýringar á árásum unglinga á strætisvagna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júní 2023 15:10 Hópur unglinga réðist á vagnstjóra, spörkuðu í hann og brutu gleraugu. Vísir/Vilhelm Myndavélar hafa verið settar upp í strætisvögnum Akureyrar eftir að hópur unglinga réðst á kvenkyns bílstjóra í maíbyrjun. Vitað er hverjir gerendurnir eru en málið verður ekki kært til lögreglu. „Það var búið að vera vesen með þennan hóp og búið að vera að ýta í bílstjóra áður. Svo um þessi mánaðamót réðust þau á bílstjórann,“ segir Engilbert Ingvarsson, verkstjóri strætisvagna og ferliþjónustu Akureyrarbæjar. „Hún slasaðist ekkert líkamlega. Meiðslin voru aðeins sálræn og það var farið í gegnum þetta með henni á staðnum,“ segir hann. Eins og greint var frá í frétt RÚV spörkuðu unglingarnir í bílstjórann, slitu hálsfesti og brutu gleraugu hans. Þá hafi tvívegis í vetur fundist heimatilbúnar sprengjur í strætisvögnum, sem lögregla fjarlægði, og í eitt skipti var skotið úr loftriffli á strætisvagn. Hræddir að mæta í vinnu „Við finnum engar skýringar á þessu,“ segir Engilbert um árásirnar á vagnana. Engin bein tengsl séu hins vegar á milli árásarinnar á vagnstjórann og hinna atvikanna. Hann segir þó óhug á meðal vagnstjóra. „Þeir voru hræddir við að mæta til vinnu á tímabili. En það er búið að taka svolítið utan um þetta. Þarna voru engir glæpamenn að verki heldur krakkar sem líður ekki vel,“ segir Engilbert. Strætisvagnar Akureyrar séu í góðu samstarfi við lögregluna um málið og að það sé á réttri leið. Verður ekki kært Að sögn var það að beiðni vagnstjóranna að myndavélarnar voru settar upp, til að auka öryggi. Ekki sé búið að kæra árásina til lögreglu og að það verði ekki gert. Unglingarnir sem stóðu að árásinni á vagnstjórann eru um 15 til 16 ára gamlir en Engilbert vill ekki setja hversu margir. Ekki heldur hvort að málið sé komið á borð barnaverndaryfirvalda. Hvað sprengjurnar varðar segir hann algengt að krakkar dundi sér við að búa þær til. „Þetta er kannski ekki stórmál en það getur alltaf verið hætta á bak við þetta,“ segir Engilbert. Akureyri Börn og uppeldi Samgöngur Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
„Það var búið að vera vesen með þennan hóp og búið að vera að ýta í bílstjóra áður. Svo um þessi mánaðamót réðust þau á bílstjórann,“ segir Engilbert Ingvarsson, verkstjóri strætisvagna og ferliþjónustu Akureyrarbæjar. „Hún slasaðist ekkert líkamlega. Meiðslin voru aðeins sálræn og það var farið í gegnum þetta með henni á staðnum,“ segir hann. Eins og greint var frá í frétt RÚV spörkuðu unglingarnir í bílstjórann, slitu hálsfesti og brutu gleraugu hans. Þá hafi tvívegis í vetur fundist heimatilbúnar sprengjur í strætisvögnum, sem lögregla fjarlægði, og í eitt skipti var skotið úr loftriffli á strætisvagn. Hræddir að mæta í vinnu „Við finnum engar skýringar á þessu,“ segir Engilbert um árásirnar á vagnana. Engin bein tengsl séu hins vegar á milli árásarinnar á vagnstjórann og hinna atvikanna. Hann segir þó óhug á meðal vagnstjóra. „Þeir voru hræddir við að mæta til vinnu á tímabili. En það er búið að taka svolítið utan um þetta. Þarna voru engir glæpamenn að verki heldur krakkar sem líður ekki vel,“ segir Engilbert. Strætisvagnar Akureyrar séu í góðu samstarfi við lögregluna um málið og að það sé á réttri leið. Verður ekki kært Að sögn var það að beiðni vagnstjóranna að myndavélarnar voru settar upp, til að auka öryggi. Ekki sé búið að kæra árásina til lögreglu og að það verði ekki gert. Unglingarnir sem stóðu að árásinni á vagnstjórann eru um 15 til 16 ára gamlir en Engilbert vill ekki setja hversu margir. Ekki heldur hvort að málið sé komið á borð barnaverndaryfirvalda. Hvað sprengjurnar varðar segir hann algengt að krakkar dundi sér við að búa þær til. „Þetta er kannski ekki stórmál en það getur alltaf verið hætta á bak við þetta,“ segir Engilbert.
Akureyri Börn og uppeldi Samgöngur Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira