Innlent

Skoðunar- og nagla­dekkjat­rassar í sigti lög­reglu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nóttin virðista hafa verið með rólegra móti í höfuðborginni.
Nóttin virðista hafa verið með rólegra móti í höfuðborginni. Vísir/Vilhelm

Vaktin í gærkvöldi og nótt virðista hafa verið með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem fór þó eftirför á eftir ökumanni stolinnar bifreiðar.

Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu en gafst að lokum upp eftir stutta eftirför. Hann reyndist ekki hafa ökuréttindi né var hann beltaður og þá var hann ekki í viðræðuhæfu ástandi. Gisti hann fangageymslu í nótt.

Lögregla fjarlægði skráningarmerki af fimm bifreiðum sem höfðu ekki verið færðar til skoðunar og þá eiga nokkrir von á sekt vegna aksturs á nagladekkjum eða aksturs án gildra ökuréttinda. Tveir ökumenn reyndust ölvaðir þegar þeir voru látnir blása við reglubundið umferðareftirlit lögreglu.

Ein tilkynning barst vegna manns sem var sagður sofa á umferðareyju en sá var á brott þegar lögregla kom að. Einn gisti fangageymslu vegna óspekta á almannafæri.

Þá voru tveir handteknir vegna þjófnaðar úr verslun í Kópavogi og afskipti höfð af ungmennum sem voru staðnir að þjófnaði í verslun í póstnúmerinu 108. Það mál var unnið með aðkomu foreldra og barnaverndar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×