Setja 120 milljónir í að gera Hljómskálagarð að viðburðaflöt Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 10. júní 2023 23:27 Þórólfur Jónsson er deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. Stöð 2 Stór hluti Hljómskálagarðsins er nú sundurgrafinn og stórar vinnuvélar hafa hertekið svæðið. Viðburðaflöt sem á að þola mikið álag er í pípunum, og gerðar verða ráðstafanir til að koma í veg fyrir að svæðið verði að drullusvaði í rigningu. Líkt og árvökulir vegfarendur hafa eflaust tekið eftir hafa gröfur nú hertekið stórt svæði í Hljómskálagarðinum, og verið girtar af. En hvað nákvæmlega eru þær að gera? „Þær eru að undirbúa viðburðaflöt, sem við köllum, þannig að þessi flöt á að verða hæfari til að taka við öllum þessum stóru viðburðum sem reglulega eru hérna, nokkrir á sumrin,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þannig verður bæði komið fyrir vökvunarkerfi og drenlögnum og hægt verður að stýra álagi á flötina eftir því hvort það er of þurrt eða of blautt. Slíka stýringu þarf oft. „Það kom átakanlegast í ljós hérna þegar HM var hérna 2018, þá var hérna skjár á túninu og svo ringdi þannig að flötin var bara eitt drullusvað eftir sumarið,“ segir Þórólfur. Óvissa með Menningarnótt Um 120 milljónir króna hafa verið lagðar til hliðar fyrir verkefnið og verklok eru áætluð í upphafi ágúst. Hins vegar er alls óvíst hvort hægt verður að halda Menningarnæturtónleika á flötinni líkt og fyrri ár, þar sem hún þarf tíma til að hvílast eftir að hafa verið lögð niður. „Næsta sumar ætti að vera glæsilegt, þó að við þurfum aðeins að fylgjast með, því að auðvitað viljum við ekki missa flötina í drasl. En miðað við undirbúninginn þá myndi ég halda að hún ætti að þola næsta sumar mjög vel,“ segir Þórólfur. Reykjavík Menningarnótt Tengdar fréttir Leggja gervigras í Hljómskálagarðinum Framkvæmdir við að byggja upp viðburðarsvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Meðal þess sem verður gert er að leggja gervigras á völlinn. Búist er við því að framkvæmdum verði lokið fyrir menningarnótt. 18. apríl 2023 10:57 Leggja gervigras í Hljómskálagarðinum Framkvæmdir við að byggja upp viðburðarsvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Meðal þess sem verður gert er að leggja gervigras á völlinn. Búist er við því að framkvæmdum verði lokið fyrir menningarnótt. 18. apríl 2023 10:57 130 milljónir í uppbyggingu viðburðasvæðisins í Hljómskálagarðinum Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að leggja 130 milljónir króna í uppbyggingu á viðburðasvæðinu í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Skuli það gert til að garðurinn verði betur í stakk búinn til að taka á móti mannfjölda á stórum hátíðisdögum á borð við þjóðhátíðardaginn og Menningarnótt. 5. september 2022 10:01 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Líkt og árvökulir vegfarendur hafa eflaust tekið eftir hafa gröfur nú hertekið stórt svæði í Hljómskálagarðinum, og verið girtar af. En hvað nákvæmlega eru þær að gera? „Þær eru að undirbúa viðburðaflöt, sem við köllum, þannig að þessi flöt á að verða hæfari til að taka við öllum þessum stóru viðburðum sem reglulega eru hérna, nokkrir á sumrin,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þannig verður bæði komið fyrir vökvunarkerfi og drenlögnum og hægt verður að stýra álagi á flötina eftir því hvort það er of þurrt eða of blautt. Slíka stýringu þarf oft. „Það kom átakanlegast í ljós hérna þegar HM var hérna 2018, þá var hérna skjár á túninu og svo ringdi þannig að flötin var bara eitt drullusvað eftir sumarið,“ segir Þórólfur. Óvissa með Menningarnótt Um 120 milljónir króna hafa verið lagðar til hliðar fyrir verkefnið og verklok eru áætluð í upphafi ágúst. Hins vegar er alls óvíst hvort hægt verður að halda Menningarnæturtónleika á flötinni líkt og fyrri ár, þar sem hún þarf tíma til að hvílast eftir að hafa verið lögð niður. „Næsta sumar ætti að vera glæsilegt, þó að við þurfum aðeins að fylgjast með, því að auðvitað viljum við ekki missa flötina í drasl. En miðað við undirbúninginn þá myndi ég halda að hún ætti að þola næsta sumar mjög vel,“ segir Þórólfur.
Reykjavík Menningarnótt Tengdar fréttir Leggja gervigras í Hljómskálagarðinum Framkvæmdir við að byggja upp viðburðarsvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Meðal þess sem verður gert er að leggja gervigras á völlinn. Búist er við því að framkvæmdum verði lokið fyrir menningarnótt. 18. apríl 2023 10:57 Leggja gervigras í Hljómskálagarðinum Framkvæmdir við að byggja upp viðburðarsvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Meðal þess sem verður gert er að leggja gervigras á völlinn. Búist er við því að framkvæmdum verði lokið fyrir menningarnótt. 18. apríl 2023 10:57 130 milljónir í uppbyggingu viðburðasvæðisins í Hljómskálagarðinum Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að leggja 130 milljónir króna í uppbyggingu á viðburðasvæðinu í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Skuli það gert til að garðurinn verði betur í stakk búinn til að taka á móti mannfjölda á stórum hátíðisdögum á borð við þjóðhátíðardaginn og Menningarnótt. 5. september 2022 10:01 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Leggja gervigras í Hljómskálagarðinum Framkvæmdir við að byggja upp viðburðarsvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Meðal þess sem verður gert er að leggja gervigras á völlinn. Búist er við því að framkvæmdum verði lokið fyrir menningarnótt. 18. apríl 2023 10:57
Leggja gervigras í Hljómskálagarðinum Framkvæmdir við að byggja upp viðburðarsvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Meðal þess sem verður gert er að leggja gervigras á völlinn. Búist er við því að framkvæmdum verði lokið fyrir menningarnótt. 18. apríl 2023 10:57
130 milljónir í uppbyggingu viðburðasvæðisins í Hljómskálagarðinum Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að leggja 130 milljónir króna í uppbyggingu á viðburðasvæðinu í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Skuli það gert til að garðurinn verði betur í stakk búinn til að taka á móti mannfjölda á stórum hátíðisdögum á borð við þjóðhátíðardaginn og Menningarnótt. 5. september 2022 10:01