Innlent

Eldur kviknaði í bíla­verk­stæði á Esju­­melum

Árni Sæberg skrifar
Reykurinn berst frá húsi á iðnaðarsvæðinu á Esjumelum, sem er á hægri hönd við nýja hringtorgið á Vesturlandsvegi, þegar ekið er í  norð-vestur frá Reykjavík.
Reykurinn berst frá húsi á iðnaðarsvæðinu á Esjumelum, sem er á hægri hönd við nýja hringtorgið á Vesturlandsvegi, þegar ekið er í norð-vestur frá Reykjavík. Stöð 2/Egill

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli vegna elds sem kviknaði í bílaverkstæði á Esjumelum í Reykjavík.

Þetta segir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við Vísi. 

Hann segir að töluverður hiti og reykur hafi verið inni í húsinu en slökkvistarf hafi gengið vel og nú sé unnið að því að reykræsta húsnæðið.

Stefnt sé að því að klára reykræstingu fyrir miðnætti en hún taki lengri tíma en venjulega vegna mikillar lofthæðar í húsinu og skorts á þakgluggum

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×