Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu klukkan tólf. vísir/vilhelm

Eftir fjórtán klukkustunda formlega samningalotu var kjarasamningur undirritaður í kjaradeilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga og öllum verkföllum aflýst. Við fjöllum um málið.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra mun krefja íslensk endurvinnslufyrirtæki um endurgreiðslu á þeim fjármunum sem ríkið hefur greitt fyrir endurvinnslu á fernum sem átti sér ekki stað.

Fjögur börn sem hafa vafrað allslaus í Amazon-regnkóginum í Kólumbíu undanfarna fjörutíu daga eftir flugslys fundust heil á húfi í gær. Yngsta barnið er ellefu mánaða.

Frumvarp sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi í gær. Formaður Samtakanna 78 segir það gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært skref.

Þá heyrum við í framkvæmdastjóra Bændasamtakanna um kjúklingabringur frá Úkraínu og heyrum frá stemningunni í Laugardal þar sem Color Run fer nú fram.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.