Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. júní 2023 07:54 Samninganefndin við undirritun samningsins í morgun. Ríkissáttasemjari Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. Samningurinn var undirritaður klukkan 7.15 í morgun eftir fjórtán klukkustunda formlega samningalotu. Í fréttatilkynningu BSRB um fundinn segir að mánaðarlaun hækki að lágmarki um 35.000 krónur og desemberuppbót á árinu 2023 verði 131.000 krónur. Samkomulag hafi náðs um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 kr. eftir að aðstoðarsáttarsemjarar lögðu fram innanhústillögu á fjórða tímanum í nótt. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024 og nær til um 7000 félagsmanna BSRB. Formlegur samningafundur samninganefnda hófst klukkan sex í gærkvöldi. Fyrir það höfðu óformlegir fundir sáttasemjara, Aldísar G. Sigurðardóttur og Elísabetar S. Ólafsdóttur, með samningsaðilum farið fram frá því í gærmorgun og náði samningalotan því alls 21 klukkustund. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, undirritar samninginn í morgunsárið meðan aðrir samningaaðilar fylgjast með.BSRB Hóflega sátt með samninginn „Það hefur verið magnað að upplifa kraftinn, samstöðuna og baráttuþrekið meðal félagsfólks okkar síðustu vikur sem og stuðning samfélagsins,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í tilefni undirritunar og sagði hún að margt jákvætt mætti finna í samningnum. „Við getum verið hóflega sátt við þessa niðurstöðu. Lægstu laun hækka verulega auk þess sem við fengum sáttagreiðslu samþykkta og hækkun á tiltekin starfsheiti,“ sagði hún einnig. Félögin sem gera kjarasamninginn eru: Félag opinbera starfsmanna á Austurlandi FOSS - stéttarfélag í almannaþjónustu Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu Sameyki - stéttarfélag í almannaþjónustu Starfsmannafélag Garðabæjar Starfsmannafélag Húsavíkur Starfsmannafélag Hafnarfjarðar Starfsmannafélag Mosfellsbæjar Starfsmannafélag Kópavogs Starfsmannafélag Suðurnesja Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar Á næstu dögum munu aðildarfélög BSRB kynna samningana fyrir sínu félagsfólki. Eftir það verða samningarnir bornir undir atkvæði félagsmanna þann 19. júní. Ekki hefur náðst í Elísabetu Ólafsdóttur, aðstoðarríkissáttasemjara, eða Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formann BSRB. Stéttarfélög Sveitarstjórnarmál Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Vilja að BSRB hætti birtingu „ólögmætra áróðursauglýsinga“ strax í dag Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skorað á BSRB að láta af því sem sambandið kallar „ólögmætar áróðursauglýsingar“ fyrir klukkan fjögur í dag. Auglýsingarnar sem um ræðir eru birtar undir nafni sveitarfélaga. 9. júní 2023 11:43 Á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað BSRB segir að á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað í að minnsta kosti þrettán sveitarfélögum síðustu tvo sólarhringa. Verkfallsbrot á leikskólum hafi verið sérstaklega áberandi síðustu daga, þar sem stjórnendur leikskóla virðist hafa fengið fyrirmæli um breytingar á skipulagi sem feli í sér verkfallsbrot. Eins hafi borist ábendingar um brot á bæjarskrifstofum og í sundlaugum. 8. júní 2023 17:48 Segir sveitarfélögin jafnvel í hættu á að missa jafnlaunavottunina Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ákvörðun sveitarfélaganna að greiða ekki sömu laun fyrir sömu störf heldur mismuna fólki eftir því hvaða stéttarfélagi það tilheyrir brjóta gegn jafnréttislögum og jafnlaunavottun. 8. júní 2023 13:40 „Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði“ Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir krafa BSRB um eingreiðslu vegna munar á samningi BSRB og SGS við sveitarfélögin tilhæfulausa. Samningurinn hafi legið á borði BSRB í sex mánuði, félagið hafi verið hvatt til að breyta samningum en því tilboði hafi verið hafnað. BSRB geti auðveldlega leitað til dómstóla telji stéttarfélagið sig svikið. 6. júní 2023 10:56 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Samningurinn var undirritaður klukkan 7.15 í morgun eftir fjórtán klukkustunda formlega samningalotu. Í fréttatilkynningu BSRB um fundinn segir að mánaðarlaun hækki að lágmarki um 35.000 krónur og desemberuppbót á árinu 2023 verði 131.000 krónur. Samkomulag hafi náðs um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 kr. eftir að aðstoðarsáttarsemjarar lögðu fram innanhústillögu á fjórða tímanum í nótt. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024 og nær til um 7000 félagsmanna BSRB. Formlegur samningafundur samninganefnda hófst klukkan sex í gærkvöldi. Fyrir það höfðu óformlegir fundir sáttasemjara, Aldísar G. Sigurðardóttur og Elísabetar S. Ólafsdóttur, með samningsaðilum farið fram frá því í gærmorgun og náði samningalotan því alls 21 klukkustund. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, undirritar samninginn í morgunsárið meðan aðrir samningaaðilar fylgjast með.BSRB Hóflega sátt með samninginn „Það hefur verið magnað að upplifa kraftinn, samstöðuna og baráttuþrekið meðal félagsfólks okkar síðustu vikur sem og stuðning samfélagsins,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í tilefni undirritunar og sagði hún að margt jákvætt mætti finna í samningnum. „Við getum verið hóflega sátt við þessa niðurstöðu. Lægstu laun hækka verulega auk þess sem við fengum sáttagreiðslu samþykkta og hækkun á tiltekin starfsheiti,“ sagði hún einnig. Félögin sem gera kjarasamninginn eru: Félag opinbera starfsmanna á Austurlandi FOSS - stéttarfélag í almannaþjónustu Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu Sameyki - stéttarfélag í almannaþjónustu Starfsmannafélag Garðabæjar Starfsmannafélag Húsavíkur Starfsmannafélag Hafnarfjarðar Starfsmannafélag Mosfellsbæjar Starfsmannafélag Kópavogs Starfsmannafélag Suðurnesja Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar Á næstu dögum munu aðildarfélög BSRB kynna samningana fyrir sínu félagsfólki. Eftir það verða samningarnir bornir undir atkvæði félagsmanna þann 19. júní. Ekki hefur náðst í Elísabetu Ólafsdóttur, aðstoðarríkissáttasemjara, eða Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formann BSRB.
Stéttarfélög Sveitarstjórnarmál Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Vilja að BSRB hætti birtingu „ólögmætra áróðursauglýsinga“ strax í dag Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skorað á BSRB að láta af því sem sambandið kallar „ólögmætar áróðursauglýsingar“ fyrir klukkan fjögur í dag. Auglýsingarnar sem um ræðir eru birtar undir nafni sveitarfélaga. 9. júní 2023 11:43 Á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað BSRB segir að á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað í að minnsta kosti þrettán sveitarfélögum síðustu tvo sólarhringa. Verkfallsbrot á leikskólum hafi verið sérstaklega áberandi síðustu daga, þar sem stjórnendur leikskóla virðist hafa fengið fyrirmæli um breytingar á skipulagi sem feli í sér verkfallsbrot. Eins hafi borist ábendingar um brot á bæjarskrifstofum og í sundlaugum. 8. júní 2023 17:48 Segir sveitarfélögin jafnvel í hættu á að missa jafnlaunavottunina Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ákvörðun sveitarfélaganna að greiða ekki sömu laun fyrir sömu störf heldur mismuna fólki eftir því hvaða stéttarfélagi það tilheyrir brjóta gegn jafnréttislögum og jafnlaunavottun. 8. júní 2023 13:40 „Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði“ Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir krafa BSRB um eingreiðslu vegna munar á samningi BSRB og SGS við sveitarfélögin tilhæfulausa. Samningurinn hafi legið á borði BSRB í sex mánuði, félagið hafi verið hvatt til að breyta samningum en því tilboði hafi verið hafnað. BSRB geti auðveldlega leitað til dómstóla telji stéttarfélagið sig svikið. 6. júní 2023 10:56 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Vilja að BSRB hætti birtingu „ólögmætra áróðursauglýsinga“ strax í dag Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skorað á BSRB að láta af því sem sambandið kallar „ólögmætar áróðursauglýsingar“ fyrir klukkan fjögur í dag. Auglýsingarnar sem um ræðir eru birtar undir nafni sveitarfélaga. 9. júní 2023 11:43
Á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað BSRB segir að á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað í að minnsta kosti þrettán sveitarfélögum síðustu tvo sólarhringa. Verkfallsbrot á leikskólum hafi verið sérstaklega áberandi síðustu daga, þar sem stjórnendur leikskóla virðist hafa fengið fyrirmæli um breytingar á skipulagi sem feli í sér verkfallsbrot. Eins hafi borist ábendingar um brot á bæjarskrifstofum og í sundlaugum. 8. júní 2023 17:48
Segir sveitarfélögin jafnvel í hættu á að missa jafnlaunavottunina Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ákvörðun sveitarfélaganna að greiða ekki sömu laun fyrir sömu störf heldur mismuna fólki eftir því hvaða stéttarfélagi það tilheyrir brjóta gegn jafnréttislögum og jafnlaunavottun. 8. júní 2023 13:40
„Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði“ Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir krafa BSRB um eingreiðslu vegna munar á samningi BSRB og SGS við sveitarfélögin tilhæfulausa. Samningurinn hafi legið á borði BSRB í sex mánuði, félagið hafi verið hvatt til að breyta samningum en því tilboði hafi verið hafnað. BSRB geti auðveldlega leitað til dómstóla telji stéttarfélagið sig svikið. 6. júní 2023 10:56