Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 með Tuma. Tumi. Kvöldfréttir. Kolbeinn Tumi Daðason.

Utanríkisráðherra segir enga ástæðu til að halda úti starfsemi sendiráðs í Moskvu þegar samskipti og viðskipti Íslands og Rússlands væru nánast engin og ætlar því að loka sendiráðinu. Það væri einnig hugsað í samhengi við alþjóðlegar aðgerðir til að einangra Rússa vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Alþingismenn ganga út í sumarið í dag og við gerum upp þingveturinn í beinni. Þá verður rætt við Björn Zoega sem hefur snúið við rekstri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð og er nú formaður stjórnar Landspítalans. Hann telur of marga starfsmenn spítalans sinna öðru en þjónustu við sjúklinga. 

Þá heyrum við í Íslendingi í New York um loftmengunina sem hefur verið yfir austurhluta Bandaríkjanna og verðum í beinni frá vorballi línudansara.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.