Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu lögreglu um verkefni dagsins.
Þar kemur einnig fram að lögreglu hafi verið tilkynnt um börn sem köstuðu eggjum í hús í Hlíðahverfi. Hafi þar verið um eineltismál að ræða.
Í Vatnsendahverfi í Kópavogi var tilkynnt um ökumann sem talinn var undir áhrifum fíkniefna við akstur. Til hans sást skömmu síðar þegar hann ók bifreið sinni á garðskýli í hverfinu. „Ökumaður reyndi að koma sér undan á hlaupum, handtekinn nokkru síðar og færður í fangageymslu,“ segir í tilkynningunni.