Innlent

Tilkynntur til lögreglu fyrir að spila Bubba

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Bubbi hefur lengi verið einn vinsælasti söngvari landsins, og ekki minnkuðu vinsældirnar með söngleiknum Níu líf sem sýndur er í Borgarleikhúsi.
Bubbi hefur lengi verið einn vinsælasti söngvari landsins, og ekki minnkuðu vinsældirnar með söngleiknum Níu líf sem sýndur er í Borgarleikhúsi. vísir/vilhelm

Maður var tilkynntur til lögreglu í dag vegna hávaða og láta í heimahúsi í Árbæ. Við nánari skoðun lögreglu kom í ljós að maðurinn var að spila lög með Bubba Morthens.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu lögreglu um verkefni dagsins.

Þar kemur einnig fram að lögreglu hafi verið tilkynnt um börn sem köstuðu eggjum í hús í Hlíðahverfi. Hafi þar verið um eineltismál að ræða. 

Í Vatnsendahverfi í Kópavogi var tilkynnt um ökumann sem talinn var undir áhrifum fíkniefna við akstur. Til hans sást skömmu síðar þegar hann ók bifreið sinni á garðskýli í hverfinu. „Ökumaður reyndi að koma sér undan á hlaupum, handtekinn nokkru síðar og færður í fangageymslu,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×