Missa aðstöðuna rétt fyrir heimsmeistaramót eftir gjaldþrot skólans Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júní 2023 21:00 Þær Agnes Elín Davíðsdóttir og Rakel Ósk Arnórsdóttir segjast hafa verið að missa sitt annað heimili með brotthvarfi listdansskólans Plié. Vísir/Arnar Tvær stelpur sem eru á leið á heimsmeistaramótið í dansi segja það ömurlegt að missa æfingahúsnæðið örfáum vikum fyrir mótið. Í kjölfar gjaldþrots dansskóla þeirra vita þær aldrei hvar þær æfa næst. Listdansskólinn Plie hefur verið starfræktur síðan árið 2014. Þar geta nemendur æft margar tegundir dans, til að mynda „acrobat“, stepp og ballett. Á mánudaginn var greint frá því að skólinn hafi neyðst til að skila lyklunum að húsnæði sínu í Víkurhvarfi í Kópavogi. Var í yfirlýsingu frá stjórnendum skólans sagt að bæði væri það vegna hækkandi leigu og vegna skorts á opinberum styrkjum, líkt og aðrar tómstundir hljóta. Nemendur skólans skrifuðu saman á rúðurnar áður en þær sögðu bless.Vísir/Arnar Nokkrir nemendur skólans eru skráðir til leiks á heimsmeistaramótinu í dansi sem fer fram í Portúgal í lok þessa mánaðar. Þeir hafa hins vegar allir misst æfingahúsnæðið sitt, þar á meðal þær Rakel og Agnes. „Við vitum ekkert hvar við munum vera í næstu viku eða á morgun. Þannig við erum bara að reyna að finna einhverja sali til þess að æfa,“ segir Rakel Ósk Arnórsdóttir. Þannig þetta setur undirbúning fyrir mótið í smá uppnám? „Já, þetta er mjög erfitt.“ View this post on Instagram A post shared by Rakel Ósk (@rakel_dancer) Á mánudaginn hittust nemendur skólans fyrir utan húsnæðið til að kveðja skólann, sem hefur nú verið tekinn til gjaldþrotaskipta. „Við vorum að knúsast og kveðja Plié allar saman,“ segir Agnes Elín Davíðsdóttir. Stelpurnar kvöddu skólann saman. „Það var mjög erfitt því þetta er seinna heimilið okkar. Við erum margar hér að æfa í 20 tíma í viku. Við erum alltaf hérna á hverjum einasta degi í hverri einustu viku. Það er erfitt að vita að við erum aldrei að fara að koma hingað aftur,“ bætir Rakel við. Þær leita nú að húsnæði til að geta æft sig fyrir heimsmeistaramótið og er leitin ekki einföld. „Við getum ekki verið bara hvar sem er. Við þurfum að hafa almennilegt gólf og hátt upp til lofts því við erum með „acrobat“-nemendur sem eru að gera hættuleg „tricks“ og lyftur. Þá getum við ekki verið alls staðar. Það væri æðislegt ef einhver gæti hjálpað okkur með það,“ segir Rakel en hægt er að hafa samband við þær í gegnum netfangið foreldrafelag@plie.is. Dans Íþróttir barna Kópavogur Tengdar fréttir Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09 Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Listdansskólinn Plie hefur verið starfræktur síðan árið 2014. Þar geta nemendur æft margar tegundir dans, til að mynda „acrobat“, stepp og ballett. Á mánudaginn var greint frá því að skólinn hafi neyðst til að skila lyklunum að húsnæði sínu í Víkurhvarfi í Kópavogi. Var í yfirlýsingu frá stjórnendum skólans sagt að bæði væri það vegna hækkandi leigu og vegna skorts á opinberum styrkjum, líkt og aðrar tómstundir hljóta. Nemendur skólans skrifuðu saman á rúðurnar áður en þær sögðu bless.Vísir/Arnar Nokkrir nemendur skólans eru skráðir til leiks á heimsmeistaramótinu í dansi sem fer fram í Portúgal í lok þessa mánaðar. Þeir hafa hins vegar allir misst æfingahúsnæðið sitt, þar á meðal þær Rakel og Agnes. „Við vitum ekkert hvar við munum vera í næstu viku eða á morgun. Þannig við erum bara að reyna að finna einhverja sali til þess að æfa,“ segir Rakel Ósk Arnórsdóttir. Þannig þetta setur undirbúning fyrir mótið í smá uppnám? „Já, þetta er mjög erfitt.“ View this post on Instagram A post shared by Rakel Ósk (@rakel_dancer) Á mánudaginn hittust nemendur skólans fyrir utan húsnæðið til að kveðja skólann, sem hefur nú verið tekinn til gjaldþrotaskipta. „Við vorum að knúsast og kveðja Plié allar saman,“ segir Agnes Elín Davíðsdóttir. Stelpurnar kvöddu skólann saman. „Það var mjög erfitt því þetta er seinna heimilið okkar. Við erum margar hér að æfa í 20 tíma í viku. Við erum alltaf hérna á hverjum einasta degi í hverri einustu viku. Það er erfitt að vita að við erum aldrei að fara að koma hingað aftur,“ bætir Rakel við. Þær leita nú að húsnæði til að geta æft sig fyrir heimsmeistaramótið og er leitin ekki einföld. „Við getum ekki verið bara hvar sem er. Við þurfum að hafa almennilegt gólf og hátt upp til lofts því við erum með „acrobat“-nemendur sem eru að gera hættuleg „tricks“ og lyftur. Þá getum við ekki verið alls staðar. Það væri æðislegt ef einhver gæti hjálpað okkur með það,“ segir Rakel en hægt er að hafa samband við þær í gegnum netfangið foreldrafelag@plie.is.
Dans Íþróttir barna Kópavogur Tengdar fréttir Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09 Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09
Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37