„Þetta er þvílík vanvirðing fyrir þessa stétt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júní 2023 19:31 Frá samskiptum mótmælenda við framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, Arnar Þór Sævarsson. Vísir/Vilhelm Fjölmenn mótmæli fóru fram við húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga í morgun. Mótmælin voru skipulögð af foreldrum sem voru orðnir langþreyttir á deilu sambandsins við BSRB. Framkvæmdastjóri sambandsins mætti á mótmælin en orð hans til mótmælenda féllu í grýttan jarðveg. Mótmælin voru skipulögð af þremur mæðrum úr Hveragerði sem neyðast allar til að vera heima með börnin sín vegna verkfalla starfsmanna BSRB. Þær ákváðu að taka málin í eigin hendur en um tvö hundruð manns, ýmist starfsmenn í verkfalli og foreldrar, mættu með þeim að mótmæla. Kröfðust þær og aðrir gestir að Samband íslenskra sveitarfélaga áttaði sig á verðmæti starfsmannanna sem eru í verkfalli. „Ófaglærðir leikskólastarfsmenn mæta á hverjum degi með bros á vör og það forusta sem þeir gera er að mæta misjafnlega upplögðum börnum á leikskóla með brosi, kurteisi og hlýju. Þetta eru starfsmenn sem hugga börnin okkar, skipta á bleyjum, gefa þeim að borða, svæfa þau, kenna þeim muninn á réttu og röngu, kenna þeim litina, tölurnar, stafina. Þau þurrka tárin. Passa að þeim líði vel en fyrst og fremst eru þau til staðar,“ sagði Ester María Ragnarsdóttir er hún ávarpaði fundinn. „Hvað ertu með í laun?“ Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, mætti út af skrifstofu sinni til að fylgjast með mótmælunum. Átti hann í samræðum við skipuleggjendur mótmælanna en höfðu þær ekki miklar mætur á því sem framkvæmdastjórinn hafði að segja. „Það þýðir ekki alltaf að fela sig á bak við „Ég er sammála, ég er sammála,“ og „Við þurfum að semja, við þurfum að semja.“ Við erum foreldrar. Við erum mannfólk. Hvað ert þú með í laun?“ sagði Ester við Arnar. „Við þurfum bara að semja,“ svaraði Arnar. „Hvað ertu með í laun?“ spurði Ester aftur. „Við þurfum að klára samninga,“ svaraði Arnar. „Þetta er ekki flókið, svaraðu spurningunni. Hvað ertu með í laun? Þú ert með allt of mikið í laun og þetta er þvílík vanvirðing fyrir þessa stétt. Sveitarfélögin væru ekkert án þessa fólks. Við komumst ekki í vinnu. Ef við komumst ekki í vinnu þá bitnar það á fleirum,“ sagði Ester þegar Arnar sleppti því aftur að svara spurningu hennar. „Ég er sammála, við þurfum að klára að semja. Það er það sem við þurfum að gera. Málið er hjá ríkissáttasemjara,“ sagði Arnar. „Þá skaltu bara fara upp að semja,“ sagði Ester að lokum. „Ég skora á báða málsaðila að klára og semja og gera það sem hraðast,“ sagði Arnar svo við alla fundargesti. Ekki búið að boða til fundar Síðasti fundur samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram í gær en var honum slitið eftir klukkutíma viðræður. Formaður BSRB sagði í samtali við fréttastofu í gær að samninganefndirnar hafi í raun færst fjær hvorri annarri. Ekki er búið að boða til nýs fundar í deilunni. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Mótmælin voru skipulögð af þremur mæðrum úr Hveragerði sem neyðast allar til að vera heima með börnin sín vegna verkfalla starfsmanna BSRB. Þær ákváðu að taka málin í eigin hendur en um tvö hundruð manns, ýmist starfsmenn í verkfalli og foreldrar, mættu með þeim að mótmæla. Kröfðust þær og aðrir gestir að Samband íslenskra sveitarfélaga áttaði sig á verðmæti starfsmannanna sem eru í verkfalli. „Ófaglærðir leikskólastarfsmenn mæta á hverjum degi með bros á vör og það forusta sem þeir gera er að mæta misjafnlega upplögðum börnum á leikskóla með brosi, kurteisi og hlýju. Þetta eru starfsmenn sem hugga börnin okkar, skipta á bleyjum, gefa þeim að borða, svæfa þau, kenna þeim muninn á réttu og röngu, kenna þeim litina, tölurnar, stafina. Þau þurrka tárin. Passa að þeim líði vel en fyrst og fremst eru þau til staðar,“ sagði Ester María Ragnarsdóttir er hún ávarpaði fundinn. „Hvað ertu með í laun?“ Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, mætti út af skrifstofu sinni til að fylgjast með mótmælunum. Átti hann í samræðum við skipuleggjendur mótmælanna en höfðu þær ekki miklar mætur á því sem framkvæmdastjórinn hafði að segja. „Það þýðir ekki alltaf að fela sig á bak við „Ég er sammála, ég er sammála,“ og „Við þurfum að semja, við þurfum að semja.“ Við erum foreldrar. Við erum mannfólk. Hvað ert þú með í laun?“ sagði Ester við Arnar. „Við þurfum bara að semja,“ svaraði Arnar. „Hvað ertu með í laun?“ spurði Ester aftur. „Við þurfum að klára samninga,“ svaraði Arnar. „Þetta er ekki flókið, svaraðu spurningunni. Hvað ertu með í laun? Þú ert með allt of mikið í laun og þetta er þvílík vanvirðing fyrir þessa stétt. Sveitarfélögin væru ekkert án þessa fólks. Við komumst ekki í vinnu. Ef við komumst ekki í vinnu þá bitnar það á fleirum,“ sagði Ester þegar Arnar sleppti því aftur að svara spurningu hennar. „Ég er sammála, við þurfum að klára að semja. Það er það sem við þurfum að gera. Málið er hjá ríkissáttasemjara,“ sagði Arnar. „Þá skaltu bara fara upp að semja,“ sagði Ester að lokum. „Ég skora á báða málsaðila að klára og semja og gera það sem hraðast,“ sagði Arnar svo við alla fundargesti. Ekki búið að boða til fundar Síðasti fundur samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram í gær en var honum slitið eftir klukkutíma viðræður. Formaður BSRB sagði í samtali við fréttastofu í gær að samninganefndirnar hafi í raun færst fjær hvorri annarri. Ekki er búið að boða til nýs fundar í deilunni.
„Það þýðir ekki alltaf að fela sig á bak við „Ég er sammála, ég er sammála,“ og „Við þurfum að semja, við þurfum að semja.“ Við erum foreldrar. Við erum mannfólk. Hvað ert þú með í laun?“ sagði Ester við Arnar. „Við þurfum bara að semja,“ svaraði Arnar. „Hvað ertu með í laun?“ spurði Ester aftur. „Við þurfum að klára samninga,“ svaraði Arnar. „Þetta er ekki flókið, svaraðu spurningunni. Hvað ertu með í laun? Þú ert með allt of mikið í laun og þetta er þvílík vanvirðing fyrir þessa stétt. Sveitarfélögin væru ekkert án þessa fólks. Við komumst ekki í vinnu. Ef við komumst ekki í vinnu þá bitnar það á fleirum,“ sagði Ester þegar Arnar sleppti því aftur að svara spurningu hennar. „Ég er sammála, við þurfum að klára að semja. Það er það sem við þurfum að gera. Málið er hjá ríkissáttasemjara,“ sagði Arnar. „Þá skaltu bara fara upp að semja,“ sagði Ester að lokum. „Ég skora á báða málsaðila að klára og semja og gera það sem hraðast,“ sagði Arnar svo við alla fundargesti.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira