Lýst var eftir Modestas Antanavicius í upphafi árs. LÖGREGLAN Á VESTURLANDI
Lögregla á Vesturlandi hefur staðfest að Modestas Antanavicius er sá sem fannst látinn í fjörunni við Straumeyri nærri Borgarnesi í apríl. Hans hafði verið saknað frá því í upphafi árs.
Lögreglan segir að ekki sé talið að lát Modestas hafi borið að með saknæmum hætti.
Lögreglan á Vesturlandi naut aðstoðar kennslanefndar ríkislögreglustjóra, tæknideildar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og réttarmeinadeildar við rannsókn málsins.
Lögregla á Vesturlandi segir grun leika á að líkið sem fannst í Borgarfirði í gær sé af Modestas Antanavicius sem hvarf í upphafi árs. Réttarmeinafræðingur og kennslanefnd eigi þó eftir að skera þar endanlega úr um.
Enn hefur ekkert spurst til Modestas Antanavicius, en síðast var vitað af ferðum hans þann 7.janúar síðastliðinn.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.