Innlent

Ragnar Ómars­son mat­reiðslu­maður er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnar Ómarsson var lengu lykilmaður í íslenska kokkalandsliðinu.
Ragnar Ómarsson var lengu lykilmaður í íslenska kokkalandsliðinu. Bocuse d´Or

Ragnar Ómarsson matreiðslumaður er látinn, 51 árs að aldri. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut síðastliðinn föstudag.

Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun. Ragnar útskrifaðist frá Hót­el- og veit­inga­skóla Íslands árið 1994 og átti eftir að starfa sem matreiðslumaður á veitingastöðum, meðal annars í Osló í Noregi og Monterey í Kaliforníu áður en hann sneri heim til Íslands.

Hér á landi starfaði hann meðal annars sem yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti og Leikhúskjallaranum og síðar á veitingastöðunum SALT og DOMO.

Í frétt Morgunblaðsins segir að á síðustu árum hafi Ragnar nýtt sérþekkingu sína í að endurræsa veitingastaði víða um heim og gæða þá nýju lífi.

Ragnar vann til fjölda verðlauna á ferli sínum sem matreiðslumaður og var þannig valinn Matreiðslumaður ársins árið 1999, Matreiðslumaður Norðurlanda árið 2003 og hafnaði í öðru sæti í alþjóðlegu One World-keppninni í Suður-Afríku árið 2007. Þá var hann einnig í kokkalandsliðinu á sínum tíma og tók við starfi þjálfara árið 2006. 

Ragnar lætur eftir sig tvö börn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.