Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Ríkisstjórnin boðar aðhald og ætlar að spara þrjátíu og sex milljarða með nokkrum aðgerðum til að sporna gegn verðbólgu og frekari vaxtahækkunum. Þá hefur verið ákveðið að draga úr launahækkun æðstu embættismanna. Við ræðum við forsætisráðherra um fyrirhugaðar aðgerðir og verðum í beinni frá Alþingi með formönnum Samfylkingar og Flokks fólksins í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna umfangsmikilla verkfallsaðgerða félagsmanna BSRB. Ótímabundið verkfall er hafið og við ræðum við foreldra tvíbura sem eru á sömu leikskóladeild en fá ekki að mæta á sama tíma vegna verkfallsins. Þá kemur varaformaður BSRB til okkar í settið og fer yfir stöðu viðræðna.

Við heyrum einnig í ellilífeyrisþega sem ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum og heyrum í sauðfjárbónda sem lýsir starfinu sem því besta í heimi.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×