Hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot og dreifingu myndbanda Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júní 2023 17:06 Maðurinn játaði brot sín að hluta til og var horft til þess við ákvörðun refsingar. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á föstudag dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi kærustu sinni. Tók maðurinn upp kynferðisleg myndbönd og dreifði þeim til eiginmanns konunnar og víðar. Dómurinn var birtur í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Hlaut maðurinn sex mánaða fangelsi en þrír mánuðir af dómnum er bundið skilorði til þriggja ára. Þá var farsími mannsins gerður upptækur og honum gert að greiða málsvarnarlaun og þóknun skipaðs réttargæslumanns, samanlagt rúmar 900 þúsund krónur. Fallið var frá einkaréttarkröfu í málinu. Brotin áttu sér stað árin 2019 og 2020. Manninum var gefið að sök að hafa í að minnsta kosti þrjú skipti tekið bæði myndbönd og ljósmynd af samförum og öðrum kynferðismökum þeirra án samþykkis eða vitneskju hennar. Þá hafi hann sent eiginmanni konunnar þessi myndbönd í gegnum samskiptaforritið WhatsApp, sem hafi smánað og móðgað hana. Einnig hafi hann dreift myndskeiðunum í 58 skipti án hennar samþykkis. Hótaði að keyra bíl í sjó Mánudaginn 6. júlí árið 2020 var manninum gefið að sök að hafa veist að konunni í svefnherbergi á heimili hans, „klipið hana í kynfærasvæði, tekið um höfuð hennar og í tvígang slegið því í gluggakistu og slegið hana á báðar rasskinnar, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut þreifieymsli á kynfærasvæði, aftan á höfði og á báðum rasskinnum,“ eins og segir í dóminum. Maðurinn notaði samskiptaforritið WhatsApp til að drefia myndböndum.Getty Þá hafi maðurinn ítrekað sent konunni hljóðskilaboð sem hann hafi lýst henni sem óheiðarlegri, uppnefnt hana og hótað að eyðileggja líf hennar og eigur. Meðal annars að hann hafi ætlað að keyra bifreið hennar í sjóinn. Játaði að hluta Maðurinn játaði skýlaust þrjá ákæruliði af fimm, það er þá sem vörðuðu dreifingu á myndböndum og hótanir. Horft var til þess við ákvörðun refsingar sem og að sakarferill mannsins hefði ekki áhrif á refsingu. „Á hinn bóginn verður að líta til þess að brot ákærða voru alvarleg og fólu annars vegar í sér grófa röskun á friðhelgi einkalífs brotaþola, sem var ákærða nákomin, með því taka upp og senda eða hótað að senda viðkvæmt myndefni af brotaþola og hins vegar með þeim alvarlegu hótunum sem beindust að brotaþola sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf, heilbrigði eða velferð hennar eða annarra,“ segir í dóminum. Kynferðisofbeldi Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Dómurinn var birtur í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Hlaut maðurinn sex mánaða fangelsi en þrír mánuðir af dómnum er bundið skilorði til þriggja ára. Þá var farsími mannsins gerður upptækur og honum gert að greiða málsvarnarlaun og þóknun skipaðs réttargæslumanns, samanlagt rúmar 900 þúsund krónur. Fallið var frá einkaréttarkröfu í málinu. Brotin áttu sér stað árin 2019 og 2020. Manninum var gefið að sök að hafa í að minnsta kosti þrjú skipti tekið bæði myndbönd og ljósmynd af samförum og öðrum kynferðismökum þeirra án samþykkis eða vitneskju hennar. Þá hafi hann sent eiginmanni konunnar þessi myndbönd í gegnum samskiptaforritið WhatsApp, sem hafi smánað og móðgað hana. Einnig hafi hann dreift myndskeiðunum í 58 skipti án hennar samþykkis. Hótaði að keyra bíl í sjó Mánudaginn 6. júlí árið 2020 var manninum gefið að sök að hafa veist að konunni í svefnherbergi á heimili hans, „klipið hana í kynfærasvæði, tekið um höfuð hennar og í tvígang slegið því í gluggakistu og slegið hana á báðar rasskinnar, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut þreifieymsli á kynfærasvæði, aftan á höfði og á báðum rasskinnum,“ eins og segir í dóminum. Maðurinn notaði samskiptaforritið WhatsApp til að drefia myndböndum.Getty Þá hafi maðurinn ítrekað sent konunni hljóðskilaboð sem hann hafi lýst henni sem óheiðarlegri, uppnefnt hana og hótað að eyðileggja líf hennar og eigur. Meðal annars að hann hafi ætlað að keyra bifreið hennar í sjóinn. Játaði að hluta Maðurinn játaði skýlaust þrjá ákæruliði af fimm, það er þá sem vörðuðu dreifingu á myndböndum og hótanir. Horft var til þess við ákvörðun refsingar sem og að sakarferill mannsins hefði ekki áhrif á refsingu. „Á hinn bóginn verður að líta til þess að brot ákærða voru alvarleg og fólu annars vegar í sér grófa röskun á friðhelgi einkalífs brotaþola, sem var ákærða nákomin, með því taka upp og senda eða hótað að senda viðkvæmt myndefni af brotaþola og hins vegar með þeim alvarlegu hótunum sem beindust að brotaþola sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf, heilbrigði eða velferð hennar eða annarra,“ segir í dóminum.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira