Með 40 þúsund kjúklinga í ræktun í Flóanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júní 2023 20:06 Gréta Sóley Ingvarsdóttir með þrjá dagsgamla unga í fanginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara að sofa, drekka, borða og leika sér“, segir kjúklingabóndi í Flóahreppi, sem lýsir áhyggjulausi lífi kjúklinga á bænum, sem fá bara að lifa í fimm vikur. Velferð fuglanna er alltaf númer eitt, tvö og þrjú á búinu á þessum stutta líftíma þeirra. Fjölskylduhátíðin Fjör í Flóa fór fram um helgina þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, m.a. dráttarvélasýningu við Þingborg og svo var opið hús á ferðaþjónustubænum Lambastöðum og á kjúklingabúinu Vor á Vatnsenda þar sem um 400 manns mættu til að kynna sér starfsemi búsins, gæða sér á veitingum úr kjúklingum og skoða meðal annars dagsgamla unga. „Maður hugsar um þá með því að gefa þeim nóg að borða og gefa þeim vatn,“ segir Gréta Sóley Ingvarsdóttir, 8 ára á Vatnsenda. “Við erum mestmegnis að fylgjast með kjúklingnum, við þurfum voðalega lítið að gera sjálf af því að þetta er allt svo sjálfvirkt. Þeir fá vatnið sjálfir og kornið fer bara í gegnum snigil og það er vigt, sem vigtar þá,“ segir Þórunn Eva Ingvarsdóttir, 16 ára, sem býr líka á Vatnsenda. Þórunn Eva Ingvarsdóttir segir ungana miklar kelirófur og að þeim þyki alltaf gott að kúra í hálsakotinu á henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru þau Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson, sem eru kjúklingabændurnir á bænum. „Við erum með allt að 40 þúsund fugla í fimm eldishólfum í fjórum húsum. Þetta er mjög skemmtilegt en öðruvísi því það eru allskonar reglur í kringum búskapinn eins og sóttvarnir, maður hleypur ekkert inn einn tveir og bingó inn í húsin“, segir Eydís. Ingvar tekur undir það að kjúklingabúskapurinn sé skemmtilegur. „Já, mjög skemmtilegur“. Þrátt fyrir að ungarnir séu mjög sætir og mikið krútt þegar þeir eru litlir þá vaxa þeir mjög hratt og lífið þeirra er mjög, mjög stutt. „Já, það er mjög áhyggjulaust líf. Það er bara sofa, drekka, borða og leika sér,“ segir Eydís. Kjúklingabændurnir hjá Vor kjúklingum í Flóahreppi þau Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson, sem búa á bænum Vatnsenda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna er ánægður með framtak fjölskyldunnar á Vatnsenda að leyfa fólki að koma og skoða búið hjá þeim. „Þetta er bara ótrúlega flott og til fyrirmyndar og mér finnst að bændur mættu gera meira af þessu, bjóða heim, sýna hvað þeir eru að gera, framleiða og hvernig starfseminni er háttað fyrir okkur, sem erum á rúntinum um sveitirnar“, segir Vigdís Häsler. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sem var alsæl með heimsóknina á búið til Ingvars og Eydísar í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ungarnir vaxa mjög hratt. Um 400 manns komu í opna húsið í gær til að kynna sér starfsemina.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Fjör í Flóa fór fram um helgina þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, m.a. dráttarvélasýningu við Þingborg og svo var opið hús á ferðaþjónustubænum Lambastöðum og á kjúklingabúinu Vor á Vatnsenda þar sem um 400 manns mættu til að kynna sér starfsemi búsins, gæða sér á veitingum úr kjúklingum og skoða meðal annars dagsgamla unga. „Maður hugsar um þá með því að gefa þeim nóg að borða og gefa þeim vatn,“ segir Gréta Sóley Ingvarsdóttir, 8 ára á Vatnsenda. “Við erum mestmegnis að fylgjast með kjúklingnum, við þurfum voðalega lítið að gera sjálf af því að þetta er allt svo sjálfvirkt. Þeir fá vatnið sjálfir og kornið fer bara í gegnum snigil og það er vigt, sem vigtar þá,“ segir Þórunn Eva Ingvarsdóttir, 16 ára, sem býr líka á Vatnsenda. Þórunn Eva Ingvarsdóttir segir ungana miklar kelirófur og að þeim þyki alltaf gott að kúra í hálsakotinu á henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru þau Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson, sem eru kjúklingabændurnir á bænum. „Við erum með allt að 40 þúsund fugla í fimm eldishólfum í fjórum húsum. Þetta er mjög skemmtilegt en öðruvísi því það eru allskonar reglur í kringum búskapinn eins og sóttvarnir, maður hleypur ekkert inn einn tveir og bingó inn í húsin“, segir Eydís. Ingvar tekur undir það að kjúklingabúskapurinn sé skemmtilegur. „Já, mjög skemmtilegur“. Þrátt fyrir að ungarnir séu mjög sætir og mikið krútt þegar þeir eru litlir þá vaxa þeir mjög hratt og lífið þeirra er mjög, mjög stutt. „Já, það er mjög áhyggjulaust líf. Það er bara sofa, drekka, borða og leika sér,“ segir Eydís. Kjúklingabændurnir hjá Vor kjúklingum í Flóahreppi þau Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson, sem búa á bænum Vatnsenda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna er ánægður með framtak fjölskyldunnar á Vatnsenda að leyfa fólki að koma og skoða búið hjá þeim. „Þetta er bara ótrúlega flott og til fyrirmyndar og mér finnst að bændur mættu gera meira af þessu, bjóða heim, sýna hvað þeir eru að gera, framleiða og hvernig starfseminni er háttað fyrir okkur, sem erum á rúntinum um sveitirnar“, segir Vigdís Häsler. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sem var alsæl með heimsóknina á búið til Ingvars og Eydísar í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ungarnir vaxa mjög hratt. Um 400 manns komu í opna húsið í gær til að kynna sér starfsemina.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira