Lífið

Bein útsending: Bylgjulestin rúllar af stað

Samúel Karl Ólason skrifar
Bylgjulestin 2023
Bylgjulestin 2023

Bylgjulestin er lögð af stað og mun ferðast vítt og breytt um landið, hitta hlustendur og taka þátt í fjörinu á hverjum laugardegi í beinni í allt sumar. Fyrst kemur lestin við í Grindavík þar sem þau Svali, Vala Eiríks og Ómar Úlfur verða í beinni útsendingu frá sjómanna- og fjölskylduhátíðinni Sjóaranum síkáta í Grindavík.

Bylgjulestin verður í beinni á laugardaginn frá klukkan 12-16 frá hátíðarsvæðinu við Kvikuna. Þar verður dagskrá í allan dag og má nefna andlitsmálun fyrir krakkana, skemmtisiglingu, Tívolí á hafnarsvæðinu, sjópylsu í Grindarvíkurhöfn, furðurfótbolta og götuboltamót.

Fylgjast má með Bylgjulestinni í spilaranum hér að neðan.

Næstu stopp Bylgjulestarinnar

  • 10. júní - Hveragerði
  • 17. júní - Akureyri
  • 24. júní - Stykkishólmur
  • 1. júlí - Akranes
  • 8. júlí - Selfoss
  • 15. júlí - Hafnarfjörður
  • 22. júlí - Reykjavík
  • 29. júlí - Húsavík

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.