Innlent

Heimaverkefni lagt fyrir og nýr fundur boðaður fyrir hádegi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm

Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi.

Morgunblaðið hefur eftir Aldísi Sigurðardóttur, sem er annar tveggja sáttasemjara í deilunni, að staðan væri gríðarlega þung í þessari kjaradeilu sem ætti sér enga hliðstæðu.

Forysta samninganefndanna var send heim í gærkvöldi með heimaverkefni en líka til að ráðfæra sig við baklönd sín.

Þrýstingurinn heldur áfram að aukast í viðræðunum en á mánudag bresta á enn umfangsmeiri verkföll en hafa verið síðustu rúmar tvær vikurnar.


Tengdar fréttir

„Klár­lega verði að sýna samnings­vilja á báða bóga“

Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá.

„Það eru allir for­eldrar eins og haus­lausar hænur“

Tvær mæður sem eiga börn í Kópavogi segja verkföllin hafa raskað lífi þeirra og barnanna þeirra. Umræða um verkföllin hefur ekki verið nógu mikil að þeirra mati. Þær styðja félagsfólk BSRB í verkföllunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.